Sjúkraflugvél Vestmannaeyja veðurteppt

Sjúkraflugvél sem útveguð var til að sinna sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum á dögunum er föst á meginlandinu vegna þoku. Vélin mun hafa farið í skoðun í gær og átti að snúa aftur til Eyja eftir það. Sjúkraflugið hefur verið í uppnámi undanfarið eftir að DV greindi frá því að Eyjamenn væru án sjúkraflugvélar þar sem engar […]
Bangsar styrkja Krabbameinsfélagið

Frá fimmtudegi til sunnudags stendur Friendtex fyrir landssölu á böngsum til styrktar leitarstarfi hjá Krabbameinsfélagi Íslands. Fyrirtækið tekur nú þátt í baráttunni gegn krabbameini sjöunda árið í röð. „Núna er fjögurra daga söluátak á Friendtex böngsunum og rennur allur ágóði af sölu þeirra óskiptur til Krabbameinsfélagsins,“ segir Ása Björk Sigurðardóttir, eigandi Friendtex á Íslandi. Í […]
Friðgeir fékk GSM eftirlitsmyndavél

Verslunin Eyjatölvur hélt um síðustu helgi Eyjatölvudaginn svokallaða en tilefnið var að verslunin var að taka inn heimilistæki frá LG. Viðskiptavinir á Eyjatölvudeginum fóru svo í einn pott sem dregið var úr í gær en upp úr hattinum kom Friðgeir Þór Þorgeirsson og fékk hann GSM eftirlitsmyndavél í verðlaun. (meira…)
Góður fundur í Vestmannaeyjum

Atli Gíslason þingmaður og svæðisfélag Vinstri- grænna í Vestmannaeyjum stóðu fyrir opnum almennum fundi í Vestmannaeyjum í gærkvöldi ( miðvikudag). Fundurinn var vel sóttur, málefnalegur og afar gagnlegur. Landsmálin almennt voru trædd, farið yfir þróun stjórnmála á Íslandi frá því fyrir efnahagshruðið á síðasta ári og hvað síðan hefur gerst. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar og Alþingis voru […]
Hoffman með útgáfutónleika á Volcano á föstudagskvöld

Á morgun, föstudag ætlar Eyjahljómsveitin Hoffman að halda tvenna útgáfutónleika í Vestmannaeyjum. Hvorir tveggja tónleikarnir fara fram á Volcano Café en önnur Eyjahljómsveit, Súr, mun hita upp. Fyrri tónleikarnir byrja klukkan 18.00 og eru fyrir alla aldurshópa. Miðaverð er einungis 500 krónur en auk laga af nýju plötu Hoffman, Your secrets are safe with us, […]
Glæsileg skemmtun á Versló

Á laugardaginn var Verslunarmannaballið haldið með pompi og prakt í Höllinni en ballið er orðið einn af föstu punktum skemmt- analífsins í Eyjum eftir að hafa verið endurvakið fyrir nokkrum árum. Um 250 manns voru í mat og skemmtun en skipulag salarins gerði það að verkum að það var eins og 400 manns væru í […]
Pálsstofa opnuð í Byggðasafninu

Pálsstofa verður opnuð á Byggðasafni Vestmannaeyja þann 6. nóvember í tengslum við Nótt safnanna og Safnahelgi á Suðurlandi. Sýningin Heima og Heiman verður í anddyri, kjallara og aðalsal Safnahúss og er um lífshlaup Páls Steingrímssonar, kennara, myndlistar- og kvikmyndatökumanns. Jóhanna Ýr Jónsdóttir, forstöðumaður Byggðasafnsins, sagði undirbúning í fullum gangi og sjálf hefur hún staðið í […]
Atli ekki á leið í ÍBV

Atli Jóhannsson er ekki á leið heim í ÍBV. Þetta staðfesti Sigursveinn Þórðarson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV áðan en Eyjamenn höfðu rætt við Atla um að ganga í raðir síns gamla félags. Atli er hins vegar búsettur í Reykjavík og hyggst vera þar áfram, enn um sinn í það minnsta. (meira…)
Fjör í undankeppni Skólahreystis hjá GRV

Síðasta föstudag fór fram undankeppni í Grunnskóla Vestmannaeyja fyrir Skólahreysti en keppnin fór fram í íþróttamiðstöðinni. Fjölmargir krakkar tóku þátt en keppt var í sex greinum, þremur hjá strákunum og þremur hjá stelpunum. Þeir sem lentu í þremur efstu sætunum í hverru grein komust í æfingahóp sem mun æfa reglulega fram að aðalkeppninni. Hægt er […]
Hávaða rok í Eyjum

Talsverður vindur er í Vestmannaeyjum þessa stundina og hefur verið síðan í nótt. Vindur mælist nú 33 metrar á sekúndu á Stórhöfða en í mestu hviðunum fer vindstyrkurinn upp í 44 metra á sekúndu. Á vindmæli í Vestmannaeyjabæ var meðalvindstyrkur klukkan 9.00 20 metrar á sekúndu en fór upp í 35 metra þegar mest var. […]