Lögreglan hvetur fólk til að nota endurskinsmerki

Það var í ýmsu að snúast hjá lögreglu í vikunni sem leið og þá sérstaklega sl. föstudag vegna þess óveðurs sem gekk yfir eyjarnar. Alls fékk lögreglan rúmlega 30 tilkynningar vegna tjóns sem rekja mátti til veðurhamsins. Skemmtanahald helgarinnar fór hins vegar ágætlega fram og án teljandi vandræða, þrátt fyrir að fjöldi fólks hafi verið […]

Afturelding hafði betur gegn ÍBV

ÍBV lék sinn fyrsta leik í Íslandsmótinu á laugardaginn, útileik gegn Aftureldingu. Jafnræði var með liðunum lengst af en þó höfðu Aftureldingarmenn alltaf frumkvæðið. Í hálfleik var staðan 13-9 heimamönnum í vil. Í síðari hálfleik náði ÍBV að minnka muninn í 2 mörk með góðri baráttu, en að lokum unnu Afturelding nokkuð sanngjarnan sigur 27-22. […]

ÍBV komið í 16 liða úrslit bikarkeppninnar

Í dag var dregið í fyrstu umferð í bikarkeppni karla í handbolta. ÍBV teflir fram einu liði í keppninni í ár og óhætt að segja að Eyjamenn fari auðveldu leiðina í gegnum umferðina því liðið situr hjá í fyrstu umferð, ásamt þremur öðrum liðum. ÍBV kemst því sjálfkrafa í 16 liða úrslit keppninnar. (meira…)

Matur og menning úr héraði

Söfn um allt Suðurland og í Vestmannaeyjum bjóða upp á fjölbreytta menningardagskrá helgina 5. – 8. nóvember 2009. Yfirskrift dagskrárinnar verður Safnahelgi á Suðurlandi með undirtitilinum Matur og menning úr héraði því auk hins sögulega og menningarlega hluta dagskrárinnar verður minnt á gamlar og nýjar hefðir í matargerðarlist í héraðinu. (meira…)

Kári Kristján með fjögur mörk í tapleik

Línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson átti fínan leik þegar lið hans Amicitisa Zurich frá Sviss tapaði 35-27 gegn Kolding frá Danmörku í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í handbolta í dag. Staðan var 17-13 heimamönnum í Kolding í vil í hálfleik. (meira…)

Leikritið um Pétur Pan frumsýnt í dag

Í dag klukkan 16.00 frumsýnir Leikfélag Vestmannaeyja leikritið um Pétur Pan í leikstjórn Laufeyjar Bráar Jónsdóttur. Með helstu hlutverk fara þau Ævar Örn Kristinsson, sem leikur Pétur Pan, Sigurhans Guðmundsson, sem leikur Kaftein Krók og Silja Elsabet Brynjarsdóttir, sem leikur Vöndu. Leikarahópurinn er fjölmennur en 25 leikarar taka þátt í uppsetningunni og um 15 manns […]

Mikill kraftur í óveðrinu

Eins og Eyjamenn vita var veðrið í gær með ólíkindum en mestu hviður fóru upp í 53 metra á sekúndu á Stórhöfða en mestur meðalvindur var 43 metrar á sekúndu. Á meðfylgjandi myndbandi má sjá hvar þak á timburhúsi á Brimhólabraut rifnaði upp að hluta, sendiferðarbíll valt og járnplötur losnuðu, jafnvel á nýlegum húsum. Þá […]

Lítið tjón á Bakkafjöru

Óverulegt tjón varð við Landeyjarhöfn á Bakkafjöru þrátt fyrir ofsaveður sem þar gekk yfir í gær. Ekki var fært niður á sandana í gær vegna mikis sandroks og starfsfólk því sent snemma heim. Að sögn Eysteins Dofrasonar, verkstjóra hjá Suðurverki sem vinnur að byggingu hafnarinnar er ljóst að ekkert stórtjón hafi orðið þótt við fyrstu […]

�?næðissöm nótt á Stórhöfða

Nóttin var með þeim ónæðissamari á Stórhöfða í Vestmannaeyjum. Undir morgun var meðalvindur þar vel yfir 40 m/s og vindhviður um og yfir 50 m/s lengi nætur. Veðrið er nú aðeins byrjað að ganga niður, að sögn Óskars J. Sigurðssonar veðurathugunarmanns og vitavarðar. (meira…)

Herjólfur siglir ekki

Herjólfur siglir ekki seinni ferð sína til Þorlákshafnar í dag eins og áætlun segir til um. Ástæðuna þarf vart að tilgreina, en veðurhæðin er slík, að best er að halda sig heima. 45 metrar meðalvindur er á Stórhöfða og ölduhæð við Surtsey 7.2 metrar og 4.4 á dufli við Land-Eyjahöfn. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.