Baldur siglir eina ferð

Baldur leggur af stað frá Eyjum núna klukkan 10.00 en athygli vekur að ölduhæð við Surtsey er talsvert yfir viðmiðunarmörkum. Miðað er við 3,5 metra ölduhæð en ölduhæðin við Surtsey var 6,7 metrar klukkan 9:00. Áætlað er að skipið sigli frá Þorlákshöfn klukkan 13.30. (meira…)
Herjólfur á leið til Eyja

Herjólfur lagði af stað frá Akureyri um þrjúleytið í nótt eftir viðgerð í flotkvínni á Akureyri. Annar af tveimur veltiuggum var lagaður en ugginn hefur verið bilaður í tæpt ár. Þá var önnur af tveimur aðalvélum tekin upp og löguð en vélin hefur átt það til að bila með reglulegu millibili. Áætlað er að Herjólfur […]
Baldur bíður færis

Farþegaferjan Baldur gat ekki siglt samkvæmt áætlun í dag en skipið átti að halda úr höfn klukkan 8:00. Ölduhæð við Surtsey er nú 6,9 metrar en miðað er við 3,5 metra ölduhæð ef Baldur á að sigla. Ekki er þó búið að slá ferðina af, athuga á klukkan 9:30 en Baldur fer ekki seinni ferðina […]
Eyjastúlkur skoruðu þrjú mörk

Þær Kristín Erna Sigurlásdóttir, leikmaður ÍBV og Berglind Björg Þorvaldsdóttir, sem nú spilar með Breiðabliki, skoruðu þrjú af fimm mörkum íslenska U-19 ára landsliðsins gegn Rúmeníu í gær. Þar með komst íslenska liðið áfram í milliriðil Evrópumótsins. Þriðja Eyjastúlkan, Elísa Viðarsdóttir sem spilar með ÍBV, er einnig í leikmannahópi íslenska liðsins. (meira…)
Baldur fer ekki seinni ferð á morgun

Nú fyrir skömmu var ákveðið að farþegaskipið Baldur sigli ekki síðari áætlunarferð sína á morgun, föstudag. Spáð er stormi á morgun og hefur ferð skipsins verið frestað af þeim sökum. Herjólfur tekur svo við siglingum á áætlunarleiðinni á laugardag og siglir frá Eyjum klukkan 8:15. (meira…)
Herjólfur tefst

Tafir hafa orðið á viðhaldi Herjólfs í slippnum á Akureyri. Hann kemst því ekki í áætlunarsiglingar milli Eyja og Þorlákshafnar fyrr en kl. 8.15 á laugardagsmorgun. Skv. heimildum eyjafretta, er töfin tilkomin vegna rangra varahluta í veltiugga skipsins. (meira…)
Hafnargerðin í Bakkafjöru á undan áætlun

Hafnargerðin í Bakkafjöru gengur vel og er á undanáætlun. Í sumar var unnið við hafnargerðina allan sólarhringinn með 110 starfsmönnum. Nú er hinsvegar unnið á dagvöktum með milli 40 og 50 starfsmönnum. Garðarnir sjálfir eru nánast komnir í fulla lengd, en hausarnir er eftir. Alls var tilboð Suðurverks, sem byggir hafnargarðana, uppá 1868 milljónir króna […]
Fitulagið allt á höfuðborgarsvæðinu

„Ef af því verður þá er það ekkert annað en árás á landsbyggðina af þeim sem standa ættu vörð um hana,“ sagði Elliði Vignisson, bæjarstjóri þegar hann var spurður um fyrirhugaða lokun á skattstofunni í Eyjum. „Við værum að tapa bæði grunnþjónustu og mikilvægum störfum. Það er algerlega óþolandi hversu gjarnan kerfiskallar og -kerlingar í […]
Hef mestar áhyggjur af starfsfólkinu

Í síðustu viku voru skattstjórar landsins boðaðir til fundar og þeim tilkynnt að frá og með næstu áramótum verði landið eitt skattaumdæmi. Áfram verður starfsemi á fimm stöðum úti á landi og Vestmannaeyjar eru ekki þar á meðal. Framtíðin er óráðin en í versta falli verður skattstofunni lokað. Þrír starfsmenn vinna á skattstofunni auk skattstjóra. […]
Sannleikur Péturs Jóhanns í Höllinni

Nú hefur það fengist staðfest að vinsælasti og ástælasti leikari þjóðarinnar, Pétur Jóhann Sigfússon, mun mæta í Höllina með stórsýninguna Sannleikurinn, þann 13. nóvember næstkomandi. Forsala miða hefst á Volcano Café miðvikudaginn 30. september klukkan 12.00 og takmarkast miðafjöldi við sætafjölda í Höllinni. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Höllinni, sem má lesa hér að […]