Líkur á 230 milljóna skerðingu

Fyrir bæjarráði á þriðjudaginn lá fyrir bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga þar sem boðaður er mikill niðurskurður á framlögum til Vestmannaeyjabæjar. Á fundinum kom fram að heildartekjur Vestmannaeyjabæjar árið 2008 í gegnum Jöfnunarsjóð voru 525 milljónir. Í fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir 329.600.000 eða rúmlega 37% skerðingu. Nú bendir flest til þess að skerðingin verði að […]
Herjólfur siglir seinni ferð frá �?orlákshöfn á föstudag

Herjólfur á að fara niður úr slippnum á Akureyri á miðnætti í kvöld og fer að bryggju þar sem lokið verður við viðgerð. Áætlað er að hann sigli frá Akureyri á hádegi á morgun, fimmtudag, og hefji áætlunarsiglingar frá Þorlákshöfn í seinni ferð á föstudag eða kl. 19:30. (meira…)
Smartmedia gefur söfnunarátakinu Á rás fyrir Grensás vefsíðu

Eyjafyrirtækið Smartmedia styður dyggilega við bakið á söfnunarátakinu Á rás fyrir Grensás, sem er söfnunarátak fyrir Grensásdeild og endurhæfingardeild Landspítalans. Það eru Hollvinir Grensásdeildar sem standa að söfnuninni en leikkonan Edda Heiðrún Backman opnaði síðuna eftir að Kjartan Ólafsson Vídó hafði afhent hópnum hana. Síðuna má sjá á www.grensas.is. (meira…)
Baldri seinkar vegna sjávarfalla

Seinkun verður á ferðum Baldurs milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar í dag 22.september. Baldur lagði af stað í fyrri ferð frá Vestmannaeyjum kl.10:30 í morgun og er áætluð brottför frá Þorlákshöfn kl.14:00. Seinni ferðin er áætluð frá Vestmannaeyjum kl.17:30 og frá Þorlákshöfn kl.21:00 í kvöld. (meira…)
ÍBV kaupir Mawejje

Knattspyrnudeild ÍBV hefur ákveðið að kaupa Tonny Mawejje, úganska miðjumanninn sem hefur verið í láni hjá Eyjamönnum í sumar. Mawejje var lánaður frá úganska úrvalsdeildarliðinu URA fyrir þetta tímabil og höfðu Eyjamenn forkaupsrétt á leikmanninum, sem þeir nýta sér nú. Sigursveinn Þórðarson, formaður knattspyrnudeildar, segir kaupverðið trúnaðarmál. Kauptilboð ÍBV hafi hins vegar verið samþykkt og […]
Hermann ekki klár í slaginn gegn Carlisle

Hermann Hreiðarsson verður ekki klár í slaginn með Portsmouth annað kvöld en þá sækir liðið Carlisle heim í 3. umferð ensku deildabikarkeppninnar í knattspyrnu. Hermann er ekki búinn að ná sér af meiðslum í il en hann hefur ekkert spilað með suðurstrandarliðinu á tímabilinu. (meira…)
Dansa í kringum viðmið innan skynsamlegra marka

Fjórar ferðir Baldurs milli lands og eyja hafa fallið niður fyrstu vikuna sem skipið hefur sinnt siglingum í fjarveru Herjólfs. Siggeir Pétursson, skipstjóri, segist skilja að Eyjamenn séu óánægðir með það að ferðir falli niður. Hann segir áhöfn skipsins hins vegar hafa fengið mjög góðar móttökur og að farþegar sýni málinu skilning. Að hans mati […]
Stympingar, rúðubrot, skemmdir á bifreið og umferðarlagabrot

Það var í ýmsu að snúast hjá lögreglu í vikunni sem leið. Nokkur erill var í kringum skemmtanahald helgarinnar og eitthvað um stympingar. Hins vegar liggja engar kærur fyrir. Einn fékk að gista fangageymslur lögreglu eftir skemmtanahald helgarinnar en hann var handtekinn á veitingastaðnum Volcano eftir að hafa hrint einum gesti staðarins á útidyrahurð þannig […]
Viðar �?rn er með slitið krossband

Nú er komið í ljós að Viðar Örn Kjartansson, framherji ÍBV, er með slitið krossband. Hann varð fyrir meiðslunum í leik gegn FH í síðustu viku og í fyrstu var óttast að krossbandið væri slitið. Fyrir helgi bárust svo fréttir af því að krossbandið væri heilt en festingar þess hefðu brotnað frá beininu. Í aðgerð […]
�?flug nágrannavarsla fælir burt þjófa

Námskeið um nágrannavörslu verður haldið í Vestmannaeyjum á mánudag en forvarnahópur á vegum SJÓVÁ hefur unnið verkefnið. Herdís Storgaard, umsjónarmaður verkefnisins sagði nágrannavörslu hafa byrjað árið 2006 en Reykjavík var fyrsta sveitarfélagið sem fór af stað með slíkt verkefni. (meira…)