Siglir ekki, fari ölduhæð yfir 3,5 metra við Surtsey

Herjólfur fer í slipp á Akureyri eftir tvær vikur og gert er ráð fyrir að hann verði í burtu í tvær vikur. Breiðafjarðarferjan Baldur leysir Herjólf af þennan tíma. Þær upplýsingar fengust hjá Guðmundi Pedersen hjá Eimskip að stefnt hafi verið á að Herjólfur færi í slippinn 13. september en það gæti dregist um tvo […]
Fyrsta pysjan komin í hús

Fyrsta pysjan er komin í hús þetta haustið en mæðginin Jón Halldór Kristínarson og Kristín Harpa Halldórsdóttir björguðu hennir úr klóm kattar í gærkvöldi. Pysjuna sáu þau fyrir utan heimili sitt í Foldahrauni og voru ekki lengi að ná henni. Í næsta nágrenni beið nágrannakötturinn eftir færi, sem hann fékk ekki. (meira…)
�?urfum bara að spila okkar leik

Í dag klukkan 17.00 leikur kvennalandslið Íslands annan leik sinn í riðlakeppni EM í Finnlandi en leikið verður gegn Noregi. Fyrirfram er búist við jöfnum og spennandi leik en Ísland lagði Noreg fyrr á þessu ári á æfingamóti á Algarve 3:1. Ekkert nema sigur heldur voninni lifandi um að komast í milliriðil hjá Íslandi. (meira…)
Golfmót fyrir krakka 13 ára og yngri

Nú líður að lokum golfvertíðarinnar en þó eru enn nokkur golfmót eftir hjá Golfklúbbi Vestmannaeyja. Á sunnudaginn verður síðasta krakka- og unglingagolfmótið haldið, svokallað Skipalyftugolfmót og er mótið ætlað kylfingum 13 ára og yngri. Keppt verður í þremur flokkum, 11 ára og yngri og 12 til 13 ára hjá strákunum og svo verður sérstakur telpnaflokkur. […]
Skál!

Hver man ekki eftir umræðunni um hið nýja Ísland. Þannig fengum við sögulega endurnýjun á Alþingi. Nýr flokkur fékk brautargengi og nýjir frambjóðendur teknir alvarlega.Við áttum að vera laus við dekstrið við auðvaldið. Tenginguna á milli fjármagns og stjórnmála. Stjórnmálamenn áttu að axla ábyrgð á gjörðum sínum… (meira…)
Deildin.is með fréttir af enska boltanum

Hallgrímur Helgi Hallgrímsson og Birkir Ágústsson hafa í samstarfi við þrjá félaga sína sett upp nýja vefsíðu þar sem reglulega eru settar inn ferskar fréttir um allt sem viðkemur enska fótboltanum. Þeir hafa svo fengið til liðs við sig fimm aðra fótboltaáhugamenn þannig að tíu manns koma að því að skrifa fréttir á vefinn sem […]
Tvö prósent atvinnuleysi í Eyjum en átta prósent á landinu öllu

Vilborg Þorsteinsdóttir hjá Vinnumálastofnun í Vestmannaeyjum sagði ekki hægt að segja að staðan í atvinnumálum í Vestmannaeyjum sé slæm því atvinnuleysi hér er um tvö prósent en var átta prósent á landinu öllu í júlí. (meira…)
Fyrsta tap ÍBV í tvo mánuði

Eyjamenn töpuðu fyrsta leik sínum í kvöld síðan 1. júlí eða nákvæmlega í tvo mánuði, þegar þeir sóttu KR-inga heim. Lokatölur urðu 3:0 en öll mörkin voru skoruð í síðari hálfleik. Fram að þessu höfðu Eyjamenn leikið sex leiki í röð án þess að tapa, þar af unnið síðustu fjóra leiki. (meira…)
Slipptöku Herjólfs frestað um viku

Slippsferð Herjólfs frestast um eina viku frá því sem áður var áætlað. Herjólfur fer í slipp 13. september og kemur aftur í áætlun 25. september. Þá mun skipið sigla frá Þorlákshöfn klukkan 12.00. Breiðafjarðaferjan Baldur leysir Herjólf af á meðan slipptöku stendur. Áætlun verður óbreytt að öðru leyti en því að Baldur fer frá Vestmannaeyjum […]
Leiknum lýst á netinu

Í kvöld verður bein lýsing frá leik KR og ÍBV og hefst útsendingin á netinu kl 17:45. Það er Sverrir Júll sem mun lýsa leiknum beint. Þetta hefur verið gert nokkrum sinnum í sumar og hafa stuðningsmenn víðsvegar um heiminn haft gaman að. Hægt verður að hlusta á eftirfarandi stöðum. www.sportid.is, www.ibvfan.is, www.ibvfan.blog.is. (meira…)