Sex handteknir á Selfossi

Lögreglan á Selfossi framkvæmdi húsleit í heimahúsi á Selfossi í nótt. Að sögn lögreglu voru sex manns handteknir á Selfossi en þar fannst eitthvað af amfetamíni, en lögreglan gerði þar húsleit um kl. þrjú í nótt. Þar sem enginn gekkst við að eiga efnið voru allir handteknir og verður skýrsla tekin af þeim síðar í […]
Dóppartí í �?orlákshöfn

Lögreglan á Selfossi framkvæmdi húsleit í heimahúsi í Þorlákshöfn í nótt. Að sögn lögreglu var enginn handtekinn en 10 voru staddir í húsinu þegar lögreglu bar þar að um kl. 6:30 í morgun. Lögregla segir að sjö manns hafi greinilega verið undir áhrifum vímuefna, en þar fannst einnig amfetamín. (meira…)
Sýknaður af pungtaki

Liðlega tvítugur Selfyssingur var í Hæstarétti sýknaður af ákæru um að hafa valdið skipsfélaga sínum tjóni á þvagfærum með allhrottalegu pungtaki. Maðurinn var í Héraðsdómi dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða fórnarlambinu miskabætur. Hæstiréttur taldi hins vegar framburð fórnarlambsins og læknaskýrslur ekki nógu sannfærandi. (meira…)
Vinnslustöðin hagnast um milljarð kr.

Hagnaður Vinnslustöðvarinnar á fyrstu níu mánuðum ársins nam 1.080 milljónir króna. Er það mikil breyting frá í fyrra þegar hagnaður fyrstu níu mánuði ársins nam 63 milljónum króna. Heildartekjur félagsins voru 4.556 milljónir króna, örlitlu minna en á sama tímabili í fyrra. Tekjur fiskvinnslu jukust um 7,6% á meðan tekjur útgerðar jukust um tæplega 9,0%. […]
Sendum Barða í Eurovison

Sendum lag Barða í evrovision, þetta er það lag sem kemur til með að slá öllum öðrum íslenskum lögum við í vinsældum í Evrópu. Lagið er gríðar grípandi og hresst og hver sem á lagið hlíður fær það á heilan. Lag þetta verður gríðar vinsælt á froðu klúbbum við miðjarðarhafið og barði neyðist til að […]
ÍBV tekur á móti �?óri í kvöld

Karlalið ÍBV í körfubolta tekur á móti Körfuknattleiksfélaginu Þóri í 2. deildinni í kvöld en leikur liðanna hefst klukkan 20.00. Eyjamenn fóru vel af stað í Íslandsmótinu en ÍBV vann fyrsta leik sinn gegn Álftanesi 87:74 en sigur Eyjamanna var nokkuð öruggur. Fimm lið eru í riðli með ÍBV en aðeins er búið að leika […]
Tilgangurinn að breiða út handboltann

Það eru ekki nema rúmar tvær vikur síðan heimasíðan handbolti.is var sett á laggirnar en hún hefur verið keyrð áfram á fullum krafti frá fyrst degi. Stofnandi hennar er Hlynur Sigmarsson sem var lengi formaður handboltaráðs ÍBV og situr nú í stjórn Handknattleikssamanbands Íslands.„Mér hefur lengi fundist vanta síðu þar sem hægt er að nálgast […]
Vaktin á leið í hús í Vestmannaeyjum

43. tölublað Vaktarinnar er nú á leið inn á hvert heimili í Vestmannaeyjum en einnig er hægt að lesa blaðið í heild sinni hér til hliða með því að smella á forsíðuna. Í blaði vikunnar kennir ýmissa grasa, rætt er við Guðmund H. Guðjónsson, skólastjóra Listaskólans, Pál Magnús Guðjónsson sem þeytist heimshorna á milli og […]
Krakkarnir sýndu slökkviliðinu mikinn áhuga

Liðsmenn í Slökkviliði Vestmannaeyja heimsótti leikskólana tvo í Vestmannaeyjum, Kirkjugerði og Sóla og ræddu við elsta árgang leikskólanna um eldvarnir í leikskólanum og á heimili barnanna. Krakkarnir sýndu verkefninu mikinn áhuga og sömuleiðis öryggisbúnaði slökkviliðsins og tækjum þess. (meira…)
Síldarvinnsla hafin í Vestmannaeyjum

Síldarflökun og frysting er hafin hjá Vinnslustöðinni og Ísfélaginu. Síldin hefur veiðst inni á Grundarfirði og er góð millisíld. Gott útlit er á mörkuðum og söluhorfur góðar. Fyrsta síldin kom til Vinnslustöðvarinnar á laugardagskvöld, þegar Sighvatur Bjarnason kom með um þúsund tonn. Skipið kom aftur í gærmorgun, miðvikudag, með 650 tonn og Kap kom í […]