Fjölgað í stýrihópi vegna Bakkafjöruhafnar

Samgönguráðuneytið hefur ákveðið að bæta við tveimur aðilum í stýrihóp vegna undirbúnings hönnunar og framkvæmda við gerð Bakkafjöruhafnar. Bæjarráð tók í gær fyrir á fundi sínum bréf þess efnis undirritað af samgönguráðherra, Kristjáni Möller en þeir Elliði Vignisson, bæjarstjóri og Róbert Marshall, aðstoðarmaður ráðherra taka sæti í hópnum. (meira…)
Ekki leikur unglingstúlkna

Fyrr í dag var slökkvilið Vestmannaeyja kallað út vegna bruna í húsi en bruninn reyndist enginn og aðeins lítilsháttar reykur. Samkvæmt þeim upplýsingum sem vefurinn fékk var talið að unglingsstúlkur hafi gert sér það að leik að setja klakapoka í örbylgjuofn þannig að reykur myndaðist en hið rétta er að um algjört óhapp var að […]
Slökkvilið Vestmannaeyja kallað út en ekkert tjón

Nú síðdegis var Slökkvilið Vestmannaeyja kalla út að Smáragötu 13. Þegar á staðinn var komið kom í ljós að enginn var eldurinn og lítill reykur. Unglingsstúlkur höfðu hins vegar gert það sér að leik að setja plastpoka með klökum í örbylgjuofn þannig að smávægilegur reykur myndaðist í húsinu. Ragnar Baldvinsson, slökkvistjóri sagði að í raun […]
Jón �?lafur fékk viðurkenningu frá Knattspyrnuþjálfarafélagi Íslands

Á bikarráðstefnu knattspyrnuþjálfararfélags Íslands, sem haldin var síðastliðna helgi í samvinnu við KSÍ. Við það tækifæri voru útnefndir þjálfarar ársins í Landsbankadeildum karla og kvenna og auk þess fengu tveir þjálfarar yngri flokka sérstaka viðurkenningu fyrir vel unnin störf. Annar þeirra var Jón Ólafur Daníelsson, þjálfari hjá ÍBV. (meira…)
Frábærar móttökur Selfossliðsins er heim kom

Á annað þúsund manns tók á móti Selfossliðinu er heim var komið að norðan eftir síðasta leik liðsins í 2. deild síðast liðið laugardagskvöld í miðbæ Selfoss. Langþráður draumur er orðinn að veruleika og sæti í 1. deild staðreynd eftir 13 ára bið. (meira…)
Verslunarmannafélag Vestmannaeyja sameinast VR

Á aðalfundi Verslunarmannafélags Vestmannaeyja, VFV í kvöld var samþykkt að félagið myndi sameinast Verslunarmannafélagi Reykjavíkur, VR. Tillaga stjórnar og trúnaðarráðs VFV þess efnis var flutt á aðalfundinum og samþykkt einróma eða með öllum 38 atkvæðum atkvæðabærra fundarmanna sem sóttu fundinn. Alls eru félagsmenn í VFV um 230 talsins en í VR eru félagsmenn um 27 […]
Vaxandi áhyggjur af sjófuglastofnum í Norðurhöfum

Norrænir sérfræðingar segja, að víðtækar umhverfisbreytingar, sem rekja megi til breytinga á loftslagi, hafi raskað fæðuvef sjófugla í Norðurhöfum. Síðustu ár hafi fuglum í sjófuglabyggðum fækkað og margir stofnar eigi erfitt með að koma ungum á legg. (meira…)
Tvívegis stöðvaður réttindalaus á ótryggðu bifhjóli

Það var öllu rólegra hjá lögregla í vikunni sem leið en síðustu tvær þar á undan. Hins vegar hafði lögregla í nógu að snúast að vanda við að aðstoða borgarana og halda uppi lögum og reglum. Einn var stöðvaður í tvígang fyrir akstur án réttinda á bifhjóli auk þess sem hjólið var óskráð og ótryggt. […]
Tveir grunaðir um ölvun við akstur

Tveir ökumenn voru stöðvarðir í síðustu viku vegna gruns um ölvun við akstur og hafa þá fimm ökumenn verið staðnir að akstri undir áhrifum áfengis á undanförnum þremur vikum, sem verður að teljast mikið miðað við stað eins og Vestmannaeyjar. Annars vegar var ökumaður staðinn að verki við hraðakstur á Friðarhafnarbryggju en hinn hafði misst […]
Nýjasta tækni í fjarskiptum?

Síminn hefur nú kynnt þriðju kynslóð farsíma, sem þykja mikið undur. Þannig heldur tæknin áfram að þróast. Hvar eða hvort henni lýkur einhverntímann veit enginn. Myndabandið sem hér er, gæti verið samskiptamáti framtíðarinnar. Hver veit, en þó frekar ólíklegt, – og þó? (meira…)