Situr ekki í súpunni

Á dögunum var enn aukið við þjónustuna í Skálanum í Þorlákshöfn. Nú er súpa dagsins í boði í hádeginu alla virka daga frá kl. 11:30 til 13:30. Verður kappkostað að bjóða gestum hinar ýmsu súputegundir þannig að viðskiptavinir sitja ekki að sömu súputegundinni nema á margra daga fresti. (meira…)

Samstarf sunnlenskra safna eflt

Verkefnið Safnaklasi Suðurlands hefur nýlega hlotið styrk frá Vaxtarsamningi Suðurlands og Vestmannaeyja. Meðal markmiða með stofnun safnaklasans er að efla samstarf safnanna á svæðinu t.d. með sameiginlegum uppákomum og miðlun safnmuna milli safna. Undirbúningur þessa samstarfs hófst sl. vor með fundum sem Atvinnuþróunarfélag Suðurlands og SASS boðuðu til. Á fundina mætti safnafólk af öllu svæðinu […]

Hvers eigum við að gjalda?

„En einn skuggi hvílir yfir þessu öllu saman, það er aðför stjórnvalda að Vestmannaeyjum. Fréttir hafa bent á í mörg ár hvernig atvinna og tekjur hafa verið færðar héðan með handafli í formi aflaheimilda sem hafa verið færðar öðrum án endur­gjalds,“ segir Ómar Garðarsson ritstjóri m.a. í grein sem hann kallar Vestmannaeyjar tækifærana. Er hann […]

Mikilvægt fyrir fólk að sjá að konur spila líka í efstu deild

Fyrr á þessu ári tók Frjáls verslun saman lista yfir hundrað áhrifamestu konur í íslensku viðskiptalífi. Ingibjörg Arnarsdóttir er ein þessara kvenna en hún starfaði í sex ár sem framkvæmdastjóri hjá Karli K. Karlssyni sem er ein stærsta heildverslun landsins. (meira…)

Nýju hverfin eru hugguleg en gömlu hverfin gleymast

„Það vantar mikið uppá að bæta aðgengi í þessum hverfum fyrir hjólreiðafólk og ekki síst fólk með barnavagna. Gangstéttarkantar eru víða háir, götur holóttar og göngustígar illa farnir.” Þetta segir Ágúst Morthens, íbúi í Miðengi á Selfossi. Hann sýndi bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins hvernig umhorfs er í eldri hverfum bæjarins í síðdegisgöngu sl. mánudag. (meira…)

�?nnur lundaböll eins og upphitun fyrir ballið eina sanna

Nú nálgast Lundaballið sem er einn af stóru viðburðunum í Vestmanna­eyjum. Lundaballið verður í Höll­inni á laugardaginn þar sem verður mikið um dýrðir og stefnir í góða aðsókn. Nú er komið að Elliðaeyingum að standa fyrir Lundaballinu en sagan hefur sýnt að ekkert úteyjafélag stendur þeim á sporði þegar kemur að því að halda lundaball. […]

Margrét Lára til Djurgården

Margrét Lára Viðarsdóttir, markadrottningin úr Val og íslenska landsliðinu í knattspyrnu, fer til æfinga hjá sænska liðinu Djurgården þegar um hægist hjá Hlíðarendaliðinu í haust en Svíarnir hafa mikinn áhuga á að fá hana í sínar raðir. (meira…)

Garðbæingar of sterkir fyrir ÍBV

Meistaraefnin í Stjörnunni reyndust ofjarlar ÍBV í kvöld þegar liðin mættust í Vestmannaeyjum. Leikmenn ÍBV stóðu sig reyndar ágætlega á köflum en þess á milli fóru þeir afar illa með dauðafæri, klúðruðu m.a. fjórum vítaskotum og hefðu í raun getað veitt meiri mótspyrnu er raunin varð. Gestirnir gátu leyft sér að hvíla nokkra leikmenn þegar […]

Fyrsta skóflustunga að nýju knattspyrnuhúsi tekin á föstudag

Það verður sannkallaður hátíðisdagur hjá ÍBV-íþróttafélagi á föstudaginn en hápunkturinn er sjálfsagt fyrsta skóflustungan að nýju knattspyrnuhúsi en Þorkell Sigurjónsson, stuðningsmaður ÍBV númer eitt og mikill áhugamaður um húsið mun taka fyrstu skóflustunguna ásamt tuttugu iðkendum félagsins. Þá lokahóf yngri flokka fara fram fyrr um daginn, karlalið ÍBV í knattspyrnu leikur síðasta leik sinn og […]

Glitnir styrkir félagslífið

Glitnir á Selfossi er orðinn aðal styrktaraðili Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurlands. Bankinn hefur heitið félaginu myndarlegum stuðning í að minnsta kosti eitt ár ásamt aukafjárveitingu vegna söngkeppni skólans sem fram fer í nóvember. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.