Margrét Lára sló eigið markamet

Margrét Lára Viðarsdóttir bætti í kvöld eigið markamet í Landsbankadeildinni þegar hún skoraði fjórða og síðasta mark Vals gegn KR í leik sem flestir telja úrslitaleik Íslandsmótsins. Með sigrinum stendur Valsliðið með pálmann í höndunum. Margrét skoraði tvö mörk í leiknum og hefur því skorað alls 35 mörk í sumar í aðeins 15 leikjum. Hreint […]

Frítt á leiki laugardagsins

Á laugardaginn verður nóg um að vera fyrir boltaþyrsta áhorfendur því þá tekur ÍBV á móti Grindavík í mikilvægum leik í 1. deild í knattspyrnu og síðar sama dag leikur handknattleikslið ÍBV sinn fyrsta leik Íslandsmótsins, gegn Fram. Hópur fyrirtækja hefur ákveðið að bjóða öllum þeim sem vilja á leikina báða en knattspyrnuleikurinn hefst klukkan […]

60 ára afmælisdagskrá Selfoss 14. til 16. september 2007

Vegleg afmælisdagskrá verður á Selfossi um næstu helgi. Ýmislegt verður til gamans gert og mikill metnaður lagður í dagskráratriði með listsýningum, tónlist og uppákomum. Dagskráin hefst á föstudegi og stendur til sunnudags og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. (meira…)

Hefur markað ákveðna stefnu

„Fyrstu skrefin í mótvægisaðgerðum ríkisstjórnar eru tekin af myndug skap,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, um þessar aðgerðir sem miða að því að draga úr áhrifum 30% niðurskurðar í þorski á nýbyrjuðu fiskveiðiári. (meira…)

Sveitarfélagið styrkir Sesseljuhús um hálfa milljón

Fjórtán nemendur hafa nú hafið háskólanám á Sólheimum í Grímsnesi undir yfirskriftinni „Sjálfbær þróun í sjálfbæru samfélagi”. Námsbrautin er unnin í samstarfi Sesseljuhúss, umhverfisseturs á Sólheimum og bandarísku menntasamtakanna CELL. Fyrsta skólasetningin fór fram sl. föstudag og ávarpaði Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra, samkomuna. (meira…)

Byggja á nýtt útivistarsvæði við Íþróttamiðstöðina

Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja á morgun verður lögð fram tillaga um að fela umhverfis og framkvæmdasviði að leita hagkvæmustu leiða til að byggja nýtt útivistarsvæði við íþróttamiðstöð með það fyrir augum að hægt verði að taka slíka aðstöðu í gagnið 1. júní árið vorið 2008. (meira…)

Reisa á knattspyrnuhús sem verður tilbúið á næsta ári

„Bæjarstjórn samþykkir að fela umhverfis og framkvæmdasviði að leita hagkvæmustu leiða til að byggja knattspyrnuhús í Vestmannaeyjum með það fyrir augum að það verði tekið í gagnið árið 2008,“ segir í tillögu sem lögð verður fyrir fund bæjarstjórnar Vestmannaeyja á morgun. Er það bæjarstjórn í heild sem stendur að tillögunni. (meira…)

Hamarsvegur lokaður að hluta

Mikið vatnsveður gengur nú yfir eyjarnar en Veðurstofan varaði við mikilli úrkomu á sunnanverðu landinu í dag. Heiðar Hinriksson, lögreglumaður sagði að búið væri að loka hluta af Hamarsvegi á móts við Þórsvöllinn vegna vatnselgs þar sem niðurföll hafi ekki undan. (meira…)

FR�?TTIR á föstudögum til áskrifenda á fastalandinu

Áskrifendum Frétta á meginlandinu, hefur fram að þessu verið sent blaðið með flugi á fimmtudagsmorgnum. Það hefur þó verið undir því komið að hægt væri að fljúga til Eyja. Nú hefur orðið sú breyting, að framvegis verða Fréttir sendar með Herjólfi hvern fimmtudagsmorgun. Blaðið verður því komið í Póstmiðstöðina í Reykjavík uppúr hádeginu á fimmtudögum, […]

Mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar kynntar í dag

Fjármálaráðherra, iðnaðarráðherra, menntamálaráðherra og félagsmálaráðherra hafa boðað til blaðamannafundar í Þjóðmenningarhúsinu í dag kl. 16.00. Þar verða kynntar tillögur ríkisstjórnarinnar að mótvægisaðgerðum vegna niðurskurðar þorskkvóta. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.