Auglýsir eftir umsóknum um styrki

Atvinnuþróunarfélag Suðurlands auglýsir hér á vefnum, eftir umsóknum um styrki til atvinnu­þróunar á starfssvæði sínu. Umsækjendur geta verið fyrirtæki, félög, stofnanir og einstaklingar með rekstur á Suðurlandi. Til ráðstöfunar, að þessu sinni, eru 5,0 mkr. (meira…)

ÍBV spáð neðsta sæti og falli úr úrvalsdeild

Á laugardag leikur ÍBV í handbolta fyrsta leik sinn í úrvalsdeild eða N1-deildinni eins og Íslandsmótið heitir í ár. Andstæðingar ÍBV í þessum fyrsta leik, sem hefst klukkan 17.00 er Fram. Í dag var hins vegar kunngerð hin árlega spá forráðamanna liðanna í efstu deild og þar er ÍBV spáð neðsta sæti N1-deildarinnar og þar […]

Banaslys á Suðurlandsvegi

Ökumaður fólksbíls lést samstundis eftir árekstur við vörubíl á Suðurlandsvegi á sjöundatímanum í kvöld. Slysið varð við afleggjarann að Kirkjuferju í Ölfusi, milli Hveragerðis og Selfoss. Ökumaður vörubílsins var fluttur á slysadeild en ekki er vitað hvort hann sé alvarlega slasaður. Ökumennirnir voru einir á ferð. (meira…)

Styttist í Lundaballið

Lundaballið 2007 verður haldið í Höllinni í Vestmannaeyjum 29. september nk. Elliðaeyingar sjá um ballið í ár, segir í fréttatilkynningu frá Björgvini Rúnarssyni. (meira…)

Veðurstofan sendir út rigningaraðvörun

Veðurstofan hefur sent út viðvörun vegna mikillar úrkomu á sunnarverðu landinu á morgun. Gengur veðrið í suðaustan og austan 13 – 18 metra í fyrramálið. Seinnipart dags verður síðan mikil rigning. (meira…)

Allir sem veiddu lunda í Eyjum í sumar drógu úr veiðinni

Sumir menn eru svartsýnni en aðrir og sjá ekkert nema svartnættið framundan. Dæmi um það er hvað mönnum fannst um lundastofninn. Hann væri bara hruninn og staðan með pysjuna í ár væri þannig að þær fáu sem myndu lifa það af að komast út úr holu yrðu svo ræfilslegar að þær myndu drepast fljótt. (meira…)

Stórskemmdu reiðhjól

Einn þjófnaður var tilkynntur lögreglu um helgina en um var að ræða þjófnað á reiðhjóli sem stolið var í Herjólfsdal. Hjólið fannst reyndar skömmu seinna við Þórsheimilið og var þá búið að stórskemma það. (meira…)

Eitt fíkniefnamál kom upp um helgina

Það var öllu rólegra hjá lögreglu í sl. viku og um helgina, heldur en í vikunni á undan. Þrátt fyrir það hafði lögreglan í ýmsu að snúast við að aðstoða borgarana, eins og gerist og gengur. Eitt fíkniefnamál kom upp um helgina en við húsleit í heimahúsi fundust ætluð fíkniefni auk áhalda til neyslu fíkniefna. […]

Hermann kominn með 74 landsleiki

Hermann Hreiðarsson, sem var fyrirliði Íslands gegn Spánverjum, lék sinn 72. landsleik og komst með því í 5.-6. sætið yfir leikjahæstu landsliðsmenn frá upphafi, að hlið Ólafs Þórðarsonar. Hermann á möguleika á að komast í þriðja sætið áður en þetta ár er úti því Birkir Kristinsson, sem er þriðji, er með 74 leiki og Arnór […]

Eyjapeyjar hálfum vinningi frá Norðurlandameistaratitli

Sveit Grunnskóla Vestmannaeyja var aðeins hálfum vinningi frá sigri á Norðurlandamótinu í skák sem lauk í dag í Örsundsbro í Svíþjóð. Eyjapeyjar hafa teflt mjög vel í mótinu og voru í öðru sæti fyrir síðasta keppnisdaginn. Lokaumferðin var svo mjög spennandi en þegar yfir lauk endaði Grunnskóli Vestmannaeyja með 13,5 vinninga en heimamenn frá Örsundbro […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.