Eyjapeyjar hálfum vinningi frá Norðurlandameistaratitli

Sveit Grunnskóla Vestmannaeyja var aðeins hálfum vinningi frá sigri á Norðurlandamótinu í skák sem lauk í dag í Örsundsbro í Svíþjóð. Eyjapeyjar hafa teflt mjög vel í mótinu og voru í öðru sæti fyrir síðasta keppnisdaginn. Lokaumferðin var svo mjög spennandi en þegar yfir lauk endaði Grunnskóli Vestmannaeyja með 13,5 vinninga en heimamenn frá Örsundbro […]
Stefán Már úr GR sigraði

Sjötta stigamóti í Kaupþingsmótaröðinni í golfi lauk í dag. Lítið fór fyrir rigningu í Vestmannaeyjum í dag og í raun hefur verið ágætt golfveður, smávegis vindur sem gerði kylfingum dálítið erfitt fyrir en annars sól og þurrt. Stefán Már Stefánsson, GR lék hringina tvo á samtals 142 höggum en hann lék á tveimur höggum undir […]
Gott veður á fyrri degi Kaupþingsmótsins

Kaupþingsmótið í golfi hófst í morgun en mótið er næst síðasta mótið í mótaröðinni. Ágætis veður hefur verið í Vestmannaeyjum í dag, í morgun þegar mótið hófst var sól og blíða en nú síðdegis dró fyrir sólu og hefur rignt nokkuð. Hins vegar má búast við talsverðum vindi á morgun samkvæmt veðurspám þannig að segja […]
Skáksveit Grunnskóla Vestmannaeyja enn taplaus

Sveit Grunnskóla Vestmannaeyja á Norðurlandsmótinu grunnskóla í skák, er nú búin að tefla 3 umferðir og hefur enn ekki tapað viðureign. Hefur unnið 2 viðureignir og gert eitt jafntefli. Eyjapeyjarnir hafa unnið sveit frá Finnlandi 3-1, sveit frá Danmörku 3-1 og gerðu jafntefli við norska stráka 2-2. (meira…)
Nýr ritstjóri Vaktarinnar

Júlíus Ingason hefur verið ráðinn ritstjóri Vaktarinnar til næstu áramóta, í stað Jóhanns Inga Árnasonar sem haldið hefur til Bandaríkjanna í nám. Áfram mun Vaktin vera í sama broti og verið hefur. Með nýjum ritstjóra munu koma aðrar áherslur í blaðinu og hann mun setja sitt mark á það. Þá verður útgáfudegi blaðsins breytt, úr […]
Dýrt að pissa í Reykjavík

Alls voru tuttugu og tveir einstaklingar sektaðir fyrir að kasta af sér hlandi á almannafæri í miðborginni í nótt. Mennirnir voru allir færðir á lögreglustöð og gert að greiða sekt. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu skrifuðu allir undir sátt í málinu nema tveir. Þeir voru of ölvaðir og fengu að sofa úr sér í […]
Nýju skipi �?órðar og Ingigerðar gefið nafn

Nýju skipi Þórðar Rafns Sigurðssonar og Ingigerðar Eymundsdóttur var gefið nafn gær í pólsku skipasmíðastöðinni sem byggir skipið.. Og það var Ingigerður sem braut kampavínsflöskuna á byrðingi skipsins og gaf því nafnið Dala-Rafn VE. (meira…)
Hermann fyrirliði gegn Spánverjum

Hermann Hreiðarsson verður fyrirliði íslenska landsliðsins í leiknum gegn Spánverjum annað kvöld þar sem er ljóst er að Eiður Smári Guðjohnsen hefur leikinn á varamannabekknum. Hermann leikur á morgun sinn 72. landsleik og þetta verður sjötti landsleikurinn sem hann ber fyrirliðabandið. (meira…)
Suðurey VE 12 skal hún heita

Um síðustu mánaðamót tók Ísfélag Vestmannaeyja við rekstri á Þórunni Sveinsdóttur VE 401, en félagið gekk frá kaupum á skipinu fyrr á þessu ári. Skipið er nú í slipp í Reykjavík þar sem fram fer ýmiskonar skvering á því, auk þess sem það hefur verið málað í Ísfélagslitunum. Framvegis ber skipið nafnið Suðurey VE 12. […]
æða hjá Árborg

er ástandið komið í eðlilegt horf. Ég er með góðan hóp starfsmanna og með námskeiði í mannlegum samskiptum viljum við byggja hópinn enn betur upp (meira…)