Blómaáhugakonur fundu stökkbreytt afbrigði af holurt

Glöggar blómaáhugakonur í Eyjum fundu plöntu sem þær könnuðust ekki við að hafa séð áður þegar þær voru á göngu á Nýja hrauninu fyrr í sumar. Þær höfðu samband við Margréti Lilju Magnúsdóttur, líffræðing, sem tók að sér kanna málið og nú hefur komið í ljós að hér var um stökkbreytt afbrigði af holurt að […]

Heildarkvóti á loðnu ákveðinn 308 þúsund lestir

Sjávarútvegsráðuneytið hefur að tillögu Hafrannsókna- stofnunarinnar ákveðið að heimilt verði að hefja loðnuveiðar 1. nóvember 2007. Bráðbirgðakvóti fyrir komandi vertíð hefur verið ákveðinn 205 þús. lestir og koma þar af rúmar 145 þús. lestir í hlut íslenskra loðnuskipa samkvæmt ákvæðum samninga um nýtingu loðnustofnsins. (meira…)

Sérsveitin gerði húsleit í Hveragerði og í �?lfusi

Lögregla á Selfossi naut aðstoðar sérsveitar Ríkislögreglustjóra í dag þegar framkvæmd var húsleit hjá pari á þrítugsaldri í Hveragerði auk þess sem leitað var á vinnustað þeirra í Ölfusi. Þetta kemur fram á visir.is og sagt að lögregla verjist frétta af málinu. Aðspurð hversvegna sérsveitin hafi verið kölluð til segir lögregla að það hafi verið […]

�?tivistarreglur breytast 1. september

Lögreglan vill minna foreldra og forráðamenn barna yngri en 16 ára á að nk. laugardag þann 1. september breytast útivistareglur barna og ungmenna þannig að börn 12 ára og yngri, mega ekki vera á almannafæri eftir kl. 20:00 nema í fylgd með fullorðnum. (meira…)

Leitað nánar á Svínafellsjökli

Í gær fann hópur sem var á ferð neðst í Svínafellsjökli muni sem talið er að tilheyri þýsku ferðamönnunum tveimur sem leitað var að í síðustu viku. Þyrla LHG, TF-Eir, er farin á staðinn með fulltrúa frá Ríkislögreglustjóra auk þess sem fjallamenn úr björgunarsveit Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Höfn eru á staðnum. (meira…)

Fjölmenni á flóamarkaði

Fjöldi fólks lagði leið sína á flóamarkað í Kríumýri í Flóahreppi á laugardag. Þar var að finna föt, gamlar bækur, handverksmuni og margt fleira en hver sem var gat sett upp sölubás þennan daginn. (meira…)

Hámarkshraðinn lækkaður

Sýslumaðurinn á Selfossi hefur lagt til við embætti vegamálastjóra að hámarkshraði á Biskupstungnabraut við Borg í Grímsnesi verði lækkaður úr 90 km hraða niður í 70 km hraða. Sveitarstjórn Grímsnes og Grafningshrepps leggur áherslu á að tryggja fjármagn frá samgönguyfirvöldum fyrir hringtorgi á gatnamótunum við Borg. Slík framkvæmd er ekki inn á núgildandi vegaáætlun. (meira…)

Hrina skemmdarverka hélt áfram og þrír þjófnaðir

Það er helst að frétta hjá lögreglu að hrina skemmdarverka sem fór af stað helgina 18 til 19. ágúst hélt áfram fram eftir viku því tvisvar var tilkynnt um skemmdir á eignum til lögreglu í byrjun síðustu viku. Rúða var brotin í bifreið sem stóð við verkstæði Bílverks v/Flatir og tilkynnt var um rúðubrot í […]

Kári frá í einn til tvo mánuði

Kári Kristjánsson línumaður Hauka, missir að líkindum af upphafi Íslandsmótsins í handknattleik. Kári meiddist í leik með Haukum á æfingamóti á Selfossi um liðna helgi. Kári brákaðist á fæti, nánar tiltekið á utanverðri ristinni. Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, tjáði Morgunblaðinu í gær að Kári yrði væntanlega frá æfingum í 1-2 mánuði. Á meðan munu Haukar […]

Vestmannaeyjar fá næst mest úthlutað af kvóta

Vestmannaeyjar er næst kvótahæsta heimahöfnin á landinu í þorskígildistonnum samkvæmt nýjustu úthlutun. Aðeins Reykjavík fær fleiri þorskígildistonn eða 15,2% af heildarúthlutun fiskveiðiársins sem hefst 1. september. Til Vestmannaeyja koma um 12% þorskígildistonn sem úthlutað er og í þriðja sæti er Grindavík með 10,82% en þessar þrjár heimahafnir skera sig nokkuð úr. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.