�?rengsli í FSu

Kennsla í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi hefst í dag. Metfjöldi nemenda mun stunda nám við skólann og en 1016 nemendur skráðu sig í skólann. Endanlegur nemendafjöldi verður þó eitthvað lægri. (meira…)
Ungir í akstursbann

Selfosslögregla setti tvo unga ökumenn í akstursbann um helgina. Alls hafa ellefu ungmenni verið sett í slíkt bann eftir að ákvæði um slíkt tók gildi fyrr í sumar. Lögreglustjórinn á Selfossi á frumkvæði að því að framfylgja þessu nýja ákvæði umferðarlaganna, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. (meira…)
Fjögur skemmdaverk að kvöldi sunnudags

Frekar rólegt var hjá lögreglunni í vikunni sem leið og ekkert um alvarleg atvik sem lögreglan þurfti að hafa afskipti af. Reyndar var nokkuð um tilkynningar um skemmdir á eignum og spurning hvort sömu aðilar hafi verið að verki í einhverjum tilvikum. Lögreglu var tilkynnt um fjögur skemmdarverk sem öll eru talin hafa átt sér […]
Hermann ber fyrirliðabandið í kvöld

Eyjapeyinn Hermann Hreiðarsson mun leiða lið Íslands í knattspyrnu í kvöld þegar strákarnir leika gegn Kanada á Laugardalsvellinum. Þetta mun vera í sjötta sinn sem Hermann ber fyrirliðabandið með íslenska A-landsliðinu. Þá er Gunnar Heiðar Þorvaldsson í fremstu víglínu en Gunnar hefur ekkert spilað með liði sínu Hannover í þýsku úrvalsdeildinni það sem af er […]
Leit að �?jóðverjunum heldur áfram

Leitin að þýsku ferðamönnunum, sem saknað hefur verið Íslandi síðan í lok júlí, hófst aftur í birtingu í morgun. Sem fyrr beinist leitin að Skaftafelli og nágrenni. Í nótt fóru undanfarar úr björgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu austur en þeim var ætlað að leita hluta Virkisjökuls en það svæði er erfitt yfirferðar og hættulegt. (meira…)
Tvö slys og tveir settir í akstursbann

Tvö slys urðu á föstudag um kl. 14:00. Annað slysið átti sér stað á Búrfellsvegi í Grímsnesi þar sem traktórsgrafa valt og hitt á reiðvegi við Eyrarbakkaveg þar sem vörubifreið fór á hliðina. Ökumaður traktórsgröfunnar ók eftir Búrfellsvegi þegar hann missti gröfuna útfyrir veg þannig að hún valt. Vörubifreiðin valt þegar bílstjórinn var að sturta […]
Stillu mistókst að ná yfirráðum í Vinnslustöðinni

Stillu ehf. og tengdum félögum mistókst að tryggja sér yfirráð yfir Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. Eigendur óverulegs hlutafjár samþykktu tilboð Stillu sem hljóðaði upp á 8,5 krónur á hlut. Áður höfðu Eyjamenn gert yfirtökutilboð sem hljóðaði upp á 4,6 krónur á hlut. Heimamenn í Vestmannaeyjum óttuðust um framtíð Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum næði Stilla yfirráðum yfir félaginu. […]
Blómstrandi daga

Blómstrandi dagar verða haldnir í Hveragerði helgina 23.-26. ágúst. Dagskráin er fjölbreytt og spennandi og ljóst að fjölskyldan á eftir að finna eitthvað við hæfi hvers og eins. „Undirbúningur hefur verið á fullu síðustu vikurnar og allt að gerast,“ segir Kristinn Grétar Harðarson, umsjónarmaður Blómstrandi daga. „Hátíðin hefst á fimmtudag með tveimur spennandi tónleikum, á […]
Kartöflubændur í �?ykkvabæ í tjóni

Kartöflubændur í Þykkvabænum urðu fyrir miklu tjóni um helgina þegar þar gerði næturfrost. Kartöflugarðar eru meira og minna allir svartir enda féllu kartöflugrösin. (meira…)
Opnuð tilboð í ræstingar hjá Árborg

Eftirtalin tilboð bárust í ræstingar nokkurra stofnana Sveitarfélagsins Árborg. Moppan ehf. kr. 1.596.833,- ÍSS Ísland ehf. kr. 1.831.909,- Ræstingaþjón. sf. kr. 2.764.140,- Ræsting og bón kr. 4.085.786,- Bónbræður ehf. kr. 4.658.552, (meira…)