Þarf Vestmannaeyjabær ekki aðeins að endurskoða áherslur sínar?

Hjolast Skjaskot

Í íslensku samfélagi dagsins í dag virðist allt þurfa að vera sexý og flott. Við sjáum myndir af glæsilegu fólki á skemmtilegum stöðum á Instagram. Við deilum spennandi og áhugaverðum upplifunum á Facebook og dönsum eggjandi á TikTok. Á laugardaginn sem leið var tekin skóflustunga að nýjum búningsklefum við íþróttahúsið. Þetta verður glæsileg bygging sem […]

Vinna við fyrsta áfangann að hefjast

Skoflustunga Ithrottahus 24 Vestm Is St

Fyrsti áfangi viðbyggingar við Íþróttamiðstöðina er að fara af stað, en fyrsta skóflustungan var tekin laugardaginn síðastliðinn. Boðið var upp á léttar veitingar í anddyri Íþróttamiðstöðvar að skóflustungu lokinni og voru myndir og teikningar af hönnun til sýnis. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri sagði nokkur orð um framkvæmdina áður en þau Lárus Örn Ágústsson fyrir hönd Hamarsskóla, […]

Kanna möguleika á að veiða fisk í gildrur

Fyrir skömmu fékk Þekkingarsetur Vestmannaeyja myndarlegan styrk úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands að upphæð 1.900.000 krónur. Styrkurinn er  í áhugavert tilraunaverkefni sem er að fara að stað til fimm ára í Vestmannaeyjum. Auk Þekkingarsetursins sem er aðal umsækjandi, koma Samtök smábátaeigenda að verkefninu ásamt Hafrannsóknarstofnun og Matís. „Verkefnið snýst um að skoða hvort mögulegt sé að veiða […]

hOFFMAN snýr aftur

IMG 20241111 WA0000

Hljómsveitin hOFFMAN var að senda frá sér sitt fyrsta lag í 15 ár. Lagið ber nafnið Shame og var tekið upp í hljóðveri Of Monsters and men í Garðabæ og um upptökur sá Bjarni Jensson. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hljómsveitinni. Framundan hjá hOFFMAN í desember eru þrennir tónleikar á höfuðborgarsvæðinu og í Eyjum […]

Takk allir listamenn á Íslandi

Það er eitt að leika mjög vel og svo er annað stig fyrir leikara að gjörsamlega verða persónan sem hann eða hún leikur að maður gjörsamlega gleymir sér í persónunni. Og það gerir Ólafur Darri í Ráðherranum, þáttaröð sem sýnd er á RÚV. Fyrir mér er þetta með ólíkindum og hann fær fimm fyrir stjörnuleik […]

Skiptar skoðanir um staðsetningu stórskipahafnar

default

Meirihluti þeirra sem tóku afstöðu er hlynntir bæði stórskipahöfn til móts við Klettsvík og út á Eiði. Mun meiri ánægja er þó með staðsetningu hafnarinnar út á Eiði. 62% svarenda í könnun Maskínu sem unnin var fyrir Eyjafréttir eru fylgjandi byggingu stórskipahafnar norðan Eiðis. 19% eru andvígir byggingu stórskipahafnar þar. Einnig var spurt: Ertu fylgjandi […]

12.124 blaðsíður í lestrarátaki Lubba

barn_ad_lesa

Þann 1. nóvember ár hvert stendur leikskólinn Kirkjugerði fyrir lestrarátaki Lubba. Átakinu – sem lauk á Degi íslenskar tungu þann 16. nóvember – felst í því að foreldrar lesa heima fyrir börn sín og skila svo inn Lubbabeinum fyrir hverja bók sem lesin var. Fram kemur í frétt á vef Vestmannaeyjabæjar að í ár hafi […]

Litasýningin að vera og gera – myndir

Þátttakendur í Listasmiðjunni Að vera og gera opnuðu í dag sýningu á verkum sínum í Einarsstofu, þar sem þau kynntu fjölbreytt og skapandi verk frá vor- og haustönn 2024. Sýningin hófst með skemmtilegum tónlistarflutningi þar sem þátttakendur sungu og léku á hljóðfæri, undir dyggri stjórn Birgis Nilsen og Jarls Sigurgeirssonar. Flutningurinn vakti mikla lukku meðal […]

Frá Styrktarsjóði Landakirkju

Jolatre TMS 20211218 164852

Styrktarsjóður Landakirkju veitir fólki sem hefur fasta búsetu í Eyjum aðstoð fyrir jólin og erum við byrjuð að taka við umsóknum um aðstoð. Sjóðurinn getur að sjálfsögðu ekki starfað nema vegna velvildar fyrirtækja og einstaklinga sem hafa í gegnum árin verið afar rausnarleg í framlögum sínum og viljum við þakka þeim fjölmörgu sem styrkt hafa […]

Brinks bauð best

ithrottam

Fyrsti áfangi viðbyggingar við íþróttamiðstöðina er að fara af stað, en nýbyggingin mun hýsa búningsklefa. Vestmannaeyjabær óskaði nýverið eftir verðtilboðum í jarðvinnu og lagnir fyrir bygginguna. Málið var tekið fyrir á síðasta fundi framkvæmda- og hafnarráðs. Þar kemur fram að tvö tilboð bárust í verkið. Gröfuþjónustan Brinks bauð 43.871.000 kr. og HS Vélaverk bauð 49.164.690 […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.