Samstarf á sviði endurhæfingar

Fjölskyldu- og tómstundaráð Vestmannaeyja fjallaði um endurskoðun örorkulífeyriskerfisins á fundi sínum í vikunni. Á fundinum var kynning á samstarfi þjónustukerfa á sviði endurhæfingar og væntanlegum samstarfsamningi milli samstarfsaðila. Óskað er eftir að Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs fái umboð til að undirrita samning um samstarf á sviði endurhæfingu á grundvelli yfirlýsingar dags. 15. febrúar […]
Þakka langvarandi stuðning og vináttu

Nú liggur fyrir að ég verð ekki á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar 30. nóvember nk. Ég verð heldur ekki á öðrum framboðslistum, þrátt fyrir boð um örugg þingsæti. Eðlilega er ég þakklátur fyrir slík boð, af þeim er heiður og virðing fyrir því sem ég hef staðið fyrir. Ég vil þakka öllum sem […]
Hey. Ekki láta kellinguna ná tökum á þér, vertu dama

Dömukvöld ÍBV handbolta verður haldið í golfskálanum föstudaginn 8. nóvember. Miðasala er hafin. Það var uppselt í fyrra þannig að best er að hafa hraðar hendur. Mætið í Heimadecor og kaupið miða. Þvílíkt flott dagskrá og maturinn, maður lifandi, eins og Káti myndi segja. Karlar, ef þið getið lesið þetta, (Pisa könnun) þá peppið þið […]
Gular viðvaranir gefnar út

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir vegna veðurs á Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði og á Miðhálendinu. Á Suðurlandi tekur viðvörunin glildi á morgun, 25 okt. kl. 06:00 – 10:00. Í viðvörunarorðuym segir: Suðaustan 13-20 m/s, hvassast vestantil, t.d. í Grindavík, með vindvhiðum að 30 m/s þar. ATH. Lílkur á snjókomua eða slyddu á Hellisheiði og […]
Allir í bleiku

Bleiki dagurinn er í dag. Fram kemur í tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu að á Bleika deginum séu allir hvattir til að vera bleik – fyrir okkur öll, bera slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra finni stuðning okkar og samstöðu. Létu sitt […]
M.is er opið öllum! ..eða opinn öllum?

Menningar- og viðskiptaráðuneytið og Árnastofnun kynna nýjasta skriffærið í pennaveskjum landsmanna: íslenskuvefinn m.is sem er nú opinn öllum eftir fyrsta fasa þróunar. M.is er sérsniðinn að þörfum yngra fólks og þeirra sem eru að læra íslensku sem annað tungumál. Markmið hans er að gera orðabækur og upplýsingar um íslenska tungu aðgengilegri og þá sérstaklega með […]
Bleiki dagurinn

Bleiki dagurinn er í dag, 23. október. Landsmenn eru hvattir til að klæðast bleiku til að vekja athygli á krabbameini kvenna. Dagurinn er haldin ár hvert í október og er orðinn mikilvægur þáttur í samfélaginu, ekki bara til þess að vekja athygli á krabbameini kvenna heldur einnig til þess að allar konur sem greinst hafa […]
Dömukvöld ÍBV verður haldið í Golfskálanum

Hið árlega dömukvöld ÍBV kvenna í handboltanum verður haldið 8. nóvember nk. í Golfskálanum. Veislustjóri kvöldsins er Mollý úr Iceguys og eru konur hvattar til að mæta í gallafötum, eða ,,denim on denim” í anda hljómsveitarinnar. Húsið opnar kl. 19:00 og hefst borðhald kl. 19:30. Mikil stemming hefur myndast á þessum kvöldum og verður kvöldið í ár vonandi engin undantekning. Dagskrá kvöldsins verður fjölbreytt og skemmtileg og […]
Verðlag á matvöru hækkar á ný

Eftir tveggja mánaða lækkun á verðlagi matvöru hækkar það nú með nokkrum rykk. Hækkunin milli mánaðanna september og október nemur einni prósentu, að mestu leyti vegna hækkunar á kjötvöru. Þótt aðrir flokkar hækki meira – súkkulaði hækkar til að mynda enn, mest hjá Nóa Síríus – þá vegur kjötið þyngra í neyslu. Þetta kemur fram […]
Dýrin í hálsaskógi frumsýnd

Leikritið Dýrin í Hálsaskógi verður frumsýnt um helgina hjá Leikfélagi Vestmannaeyja. Dýrin í Hálsaskógi er einstaklega skemmtileg saga og eitt þekktasta barnaleikrit sögunnar þar sem Lilli klifurmús, Mikki refur, Hérastubbur bakari ásamt fleirum fara á kostum. Fyrstu sýningar fara fram um næstkomandi helgi, dagana 25.-27. október. Uppselt er á sýningarnar þann 25. og 27. október, en miðar eru […]