Tilraunir á rauðátu hefjast í sumar

„Það er gaman að sjá þetta verða að veruleika og okkur hlakkar mikið til að prófa fullvaxin veiðarfæri“ segir Hörður Baldvinsson, framkvæmdastjóri Þekkingarseturs Vestmannaeyja sem hefur tekið rannsóknaskipið Bjarna Sæmundsson á leigu í sumar til tilraunaveiða á rauðátu. „Alls eru þetta allt að 10 til 14 dagar sem við skiptum í tvennt, líklega vika í […]
Þjónusta fyrirtæki innanlands og utan

Í kófinu opnuðust augu margra fyrir möguleikum fjarvinnu. Kom það ekki til af góðu, fjöldatakmarkanir, boð og bönn og lokanir sem settu skorður á rekstur fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum. Fjarvinna var ekki ný af nálinni en til að bjarga því sem bjargað varð byrjaði fólk að vinna heima. Það gafst vel og hefur […]
Setja metnað í plokkdaginn 2024

Stóri plokkdagurinn er sunnudaginn 28. apríl málið var til umræðu á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í vikunni. Veturinn hefur verið vindasamur og mikið hefur fokið til. Vestmannaeyjabær hyggst setja metnað í plokkdaginn 2024 og standar fyrir sameiginlegu átaki sem mun enda með að boðið verður uppá grillveislu á Stakkagerðistúni. Einnig hvetur bærinn til sérstaks átaks […]
Katrín býður til hádegisfundar á Einsa Kalda

Katrín Jakobsdóttir, forsetaframbjóðandi, býður til súpufundar og samtals á veitingastaðnum Einsa Kalda í Vestmannaeyjum, mánudaginn 22. apríl klukkan 12.00. Allir Eyjamenn eru velkomnir á fundinn. Katrín mun jafnframt heimsækja fólk og fyrirtæki í Eyjum þennan mánudag, áður en hún heldur til lands að nýju. (meira…)
Rútuferðir í Kaplakrika

Undanúrslitarimman hjá karlaliði ÍBV gegn FH hefst á sunnudag klukkan 17:00. Boðið verður upp á hópferð á leikinn í samstarfi við Ísfélag og Herjólf. Þeir sem vilja skrá sig getað gert það hér: https://forms.gle/i3crDny5ihusDrWUA Farið verður með 12:00 ferðinni upp á land á sunnudag. (meira…)
Addi í London hættir eftir 52 ár

„Það toppa fáir Adda í London varðandi hollustu í starfi. Eftir 52 ár í starfi hjá sama fyrirtæki er kallinn farinn í önnur verkefni lífsins. Vel gert Addi og takk fyrir þitt framlag. Hannes tók við lyklunum í alvöru netaverkstæðakaffiboði,“ segir á Fésbókarsíðu Vinnslustöðvarinnar. Ísleifur Arnar Vignisson, er maður ekki einhamur og þess höfum við […]
Hákon Daði framlengir hjá Hagen

Hornamaðurinn Hákon Daði Styrmisson sagði frá því í gærkvöldi á Facebook að hann hafði skrifað undir þriggja ára samning við þýska handknattleiksliðið Eintracht Hagen á dögunum. Greint er frá þessu á vefnum handbolti.is. Hann hefur leikið með liðinu síðan í lok september á samningi sem gildir út leiktíðina. Hákon Daði sagði við handbolta.is í byrjun mars að […]
Þjóðhátíð dreifist inn í miðbæ

Fyrir Umhverfis- og skipulagsráði Vestmannaeyja lágu umsóknir frá Íþróttabandalagi Vestmannaeyja ÍBV um afnot af Herjólfsdal vegna hátíðarhalda á Þjóðhátíð. Einnig óskar ÍBV-Íþróttafélag eftir afnotum af portinu við Hvítahúsið fyrir Húkkaraball sem mun standa frá 23:00-4:00. Að lokum er sótt um leyfi til skemmtanahalds á bílastæði i eigu Ísfélags við Miðstræti fyrir dagdagskrá sem hluta af Þjóðhátíð […]
Léttsveit Reykjavíkur og Páll Óskar á uppstigningardag

Kvennakórinn Léttsveit Reykjavíkur ásamt Páli Óskari með vortónleika í Höllinni á uppstigningardag: Kvennakórinn Léttsveit Reykjavíkur fagnar vorinu með heimsókn til Vestmannaeyja og heldur tónleika á uppstigningardag þann 9. maí nk. kl.17.00 í Höllinni. Yfirskrift tónleikanna er Hann og þeir en kórinn syngur að þessu sinni perlur dægurtónlistar eftir íslenska karlhöfunda eins og Magnús Eiríksson, Gunnar […]
Viltu hafa áhrif?

Opið er fyrir ábendingar, tillögur og styrkumsóknir vegna síðari úthlutunar “Viltu hafa áhrif 2024?” Markmið Markmiðið með styrkjunum er að stuðla að auknu íbúalýðræði í Vestmannaeyjum með því að gefa fólki, fyrirtækjum og félagasamtökum tækifæri á að hafa áhrif á nærsamfélagið með góðum verkefnum. Fjölmargar góðar umsóknir og ábendingar hafa borist í gegnum tíðina. Má […]