Björgun gat ekki mannað dýpkunarskip

Umræða um samgöngumál fór fram á fundi bæjarráðs í síðustu viku. Ríkisstyrktu vetrarflugi til Vestmannaeyja var hætt í lok mars. Samkvæmt Vegagerðinni var ekki fjármagn til að halda því áfram. Bæjarráð og bæjarstjórn hafa ítrekað mikilvægi þess að flugið yrði út apríl þar sem dýpið fyrir Herjólf er ekki fullnægjandi á rifinu og þarf að […]
ÍBV skilað mestu tapi

ÍBV er það lið sem lék í Bestu deild karla í fyrra sem hefur verið rekið með mestu tapi undanfarin tvö ár en alls nemur tap af rekstri knattspyrnudeildar félagsins 67 milljónum króna. Þetta kemur fram í fétt á vef Viðskiptablaðsins. KR, sigursælasta lið landsins, kemur næst á eftir með 55 milljóna tap. Eigið fé […]
Á sama báti

Andspænis ógnum náttúrunnar erum við mannfólkið afskaplega smá. Þegar við stöndum frammi fyrir erfiðleikum og áföllum reynir á þrautseigju okkur og styrk. Þá getur trúin verið það haldreipi sem við þörfnumst til að komast í gegnum það sem að höndum ber. Þetta þekkja Eyjamenn vel sem margsinnis hafa í gegnum tíðina þurft að takast á […]
Halla Hrund býður sig fram til forseta Íslands

Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri og aðjúnkt við Harvard háskóla gefur kost á sér til embættis forseta Íslands í forsetakosningunum sem fram fara þann 1. júní nk. Halla Hrund er fædd í Reykjavík 12. mars 1981. Eiginmaður hennar er Kristján Freyr Kristjánsson, framkvæmdastjóri og meðstofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins 50skills. Þau eiga tvær dætur, Hildi Kristínu, 11 ára, og […]
Bæjarstjórn samstæður þrýstihópur sem beitir sér

Látum oft heyra í okkur, höldum ráðamönnum við efnið „Það er að einhverju leyti rétt að aðilar vinnumarkaðarins, stéttarfélögin og Samtök atvinnulífsins hafa komið ábyrgðinni yfir á hið opinbera, ríki og sveitarfélög í nýgerðum kjarasamningum. Ég hræðist það ekki því hófleg gjaldheimta hefur verið eitt megið stefið hjá Vestmannaeyjabæ í gegnum árin. Bara að það […]
Opnað fyrir umsóknir í vinnuskólann

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í vinnuskóla Vestmannaeyjabæjar 2024. Foreldrar og/eða forráðamenn ungmenna fæddra 2008, 2009 2010 og 2011 geta sótt um rafrænt hér – Umsóknarfrestur er til og með 14. apríl. Vinnuskóli Vestmannaeyjabæjar er starfræktur yfir sumarmánuðina, frá júní og fram í ágúst. Allir unglingar í 7., 8., 9., og 10. bekk grunnskólans með heimili í […]
Jóhanna Guðrún semur þjóðhátíðarlagið í ár

„Það er okkur sönn ánægja að tilkynna það að Jóhanna Guðrún Jónsdóttir mun semja og flytja þjóðhátíðarlagið í ár,“ segir í fréttatilkynningu frá ÍBV – íþróttafélagi. „Jóhanna Guðrún hefur um áraraðir verið ein allra fremsta söngkona landsins og því borðleggjandi að hún taki að sér þetta verkefni á þessum stóru tímamótum hátíðarinnar. Þjóðhátíðarnefnd hlakkar gríðarlega til […]
Ráðherra slakar aðeins á klónni

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur óskað eftir því að málsmeðferð vegna þjóðlendna á svæði 12 (eyjar og sker) verði frestað svo unnt sé að endurskoða kröfur ríkisins með hliðsjón af betri gögnum. Þann 2. febrúar sl. voru settar fram kröfur fyrir hönd ríkisins um þjóðlendur á svæði 12 sem varða eyjar og sker. Þetta kemur fram […]
Vinnslustöðin skilaði metafkomu 2023 en loðnubrestur skarð í gleðina

Afkoma Vinnslustöðvarinnar á árinu 2023 var betri en dæmi eru um áður í sögu fyrirtækisins og verður að miklu leyti rakin til uppsjávarveiðanna. Loðnuvertíðin í fyrra var sú gjöfulasta í verðmætum talið frá upphafi vega og verð á mjöli og lýsi var hátt á mörkuðum allt árið 2023. Afkoman á fyrstu mánuðum liðins rekstrarárs lofaði […]
Olísdeildin klárast í kvöld

Síðasta umferð Olísdeildar karla í handknattleik fer fram í kvöld. Allar viðureignir hefjast kl. 19.30. ÍBV strákarnir mæta HK í Kópavogi í kvöld. Það eru fá óvissuatriði með niðurstöðu deildarinnar fyrir kvöldið í kvöld. FH er þegar orðinn deildarmeistari, Víkingur og Selfoss eru fallin og þá er einnig ljóst hvaða átta lið taka þátt í úrslitakeppninni […]