Lundasumarið 2024

Ég hafði velt því fyrir mér að undanförnu, hvort ég ætti kannski að gera bara upp sumarið með því að setja inn nokkur myndbönd af þúsundum lunda í fjöllum og úteyjum í sumar og með þessu eina orði: Takk. En að sjálfsögðu þarf ég að koma að ýmsu öðru. Lundasumarið var alveg frábært og lundinn […]
Kvenfélagið Heimaey gefur til HSU í Eyjum

Nýverið færðu heiðurskonurnar í Kvenfélaginu Heimaey í Vestmannaeyjum sjúkradeild HSU í Vestmannaeyjum blóðtökuvagn. Sagt er frá þessu á heimasíðu HSU. Þar segir jafnframt að svona færanlegur vagn létti starfsmönnum vinnuna við nálauppsetningar og blóðtöku m.a. þar sem allt sem til þarf er á einum stað og kemur sér einstaklega vel. Heildarandvirði gjafarinnar er 368.280 kr. […]
Frönsk þýðing á Reisubók séra Ólafs Egilssonar

Karl Smári Hreinsson Ein merkasta heimild um Tyrkjaránið á Íslandi, Reisubók séra Ólafs Egilssonar er nú að koma út á frönsku í Casablanca í Marokkó. Útgefandi er þarlent forlag, La Croisée des Chemins. Bókin heitir á frönsku: La Razzia Septentrionale; L´historire des raids corsair barbaresque de Salé et d´Algier sur l´Islande en 1627 (Árásin á […]
Geðlestin á ferð í Eyjum

Í tilefni af Gulum september ferðast landssamtökin Geðhjálp um landið og bjóða upp á samtal um geðrækt og geðheilsu í bland við tónlist og gleði. Geðlestin er heiti verkefnisins en það hefur áður farið um landið en þá var áherslan á börn og ungmenni. Núna er ætlunin að hitta sveitarstjórnir, félags- og skólamálayfirvöld annars vegar […]
HS Orka tryggir orku til Eyjamanna

Í dag skrifuðu HS Orka og Landsvirkjun undir samning sem tryggir örugga orku á sanngjörnu verði til að reksturs varmadælustöðvar og rafskautaketils í Vestmannaeyjum. Samningurinn gildir til næstu fjögurra ára. Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri sölu‑ og þjónustusviðs HS Orku segir í samtali við Eyjafréttir að samningurinn um forgangsorku komi í stað samnings um skerðanlega orku. ,,Þetta er samningur […]
Eyjamenn í góðri stöðu eftir sigur á Fjölni

Eyjamenn unnu sannfærandi sigur á Fjölni, 30:22 í fjórðu umferð Olísdeildar karla á heimavelli í kvöld. Staðan í hálfleik var 15:11. ÍBV er í fimmta sæti deildarinnar með fimm stig eins og Afturelding. Ofar eru Haukar, Grótta og FH, öll með sex stig og FH á toppnum. Andri Erlingsson var markahæstur með sex mörk, Sigtryggur […]
Þótti vel til fundið að halda fundinn í Eyjum

Árlegur fundur strandgæslna á Norðurlöndum fer fram í dag í Vestmannaeyjum. Að sögn Ásgeirs Erlendssonar upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar er fundurinn haldinn á Íslandi að þessu sinni. Fundað var í Finnlandi í fyrra og í Noregi á næsta ári. „Það þótti vel til fundið að halda fundinn í Eyjum að þessu sinni enda er saga Landhelgisgæslunnar tengd […]
Afkomendur Guðlaugar Pétursdóttur gefa til Hollvinasamtaka Hraunbúða

Í gær afhentu systkinin Pétur, Guðrún og Jóhann – fyrir hönd afkomenda Guðlaugar Pétursdóttur – Hollvinasamtökum Hraunbúða gjafabréf að upphæð 1.700.000,-. Gjafabréfið er gefið til minningar um Guðlaugu Pétursdóttur frá Kirkjubæ og eru gefendur Guðrún Rannveig, Jónas Sigurður, Pétur Sævar og Jóhann Þór Jóhannsbörn auk maka, barna og barnabarna. Halldóra Kristín Ágústsdóttir, formaður Hollvinasamtaka Hraunbúða […]
Hann var sjómaður af líf og sál

Anna Lilja segir af fósturföður sínum – Jóhanni Friðrikssyni – Einstakur liðsandi á Breka – Valinn maður í hverju rúmi – Góður þjálfari Jóhann Friðriksson fósturfaðir minn, kallaður Jói, var netamaður á togaranum Breka. Sævar Brynjólfsson, mikil aflakló, var þá skipstjóri og sama áhöfnin á Breka frá 1980 til 1994. Samheldnin var svo mikil að líkja […]
Skammta vatn norðan við Strandveg

Í dag kom upp bilun í vatnsveitu HS Veitna. Að sögn Ívars Atlasonar, svæðisstjóra vatnssviðs í Vestmannaeyjum varð bilunin í dælustöðinni Landeyjarsandi. Hann segir að búið sé að gera við. „Við erum samt sem áður í vatnsskömmtun norðan við Strandveg. Mjög mikil vatnsnotkun er í bænum og vatnsveitan ræður illa við þetta, með laskaða vatnslögn […]