Rasmus aftur til liðs við ÍBV

Knattspyrnumaðurinn Rasmus Christiansen hefur gengið til liðs við ÍBV og skrifaði undir samning við knattspyrnudeild félagsins til loka þessa tímabils. Rasmus er ekki að koma í fyrsta skiptið til ÍBV en þessi 34 ára gamli miðvörður kom einnig til liðsins árið 2010, 20 ára gamall. Rasmus lék 64 af 66 leikjum ÍBV árin 2010-2012, fyrsta […]

Helga Þórisdóttir býður sig fram til forseta

Þekking og reynsla í þágu þjóðarinnar – Málsvari þess íslenska drifkrafts, sem gerir okkur að sterkri þjóð Helga Þórisdóttir, sem hefur gegnt starfi forstjóra Persónuverndar undanfarin rúm átta ár, tilkynnti á blaðamannafundi fyrr í dag að hún ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Blaðamannafundurinn var haldinn á heimili Helgu í Reykjavík, en […]

Vilja endurvekja unglingaráð

Fjölskyldu- og tómstundaráð ræddi á síðasta fundi sínum nauðsyn þess að endurvekja ungmennaráð og mikilvægi virkrar þátttöku ungmenna í aðkomu að lýðræðislegri þátttöku og áhrifum á stjórnun sveitarfélagsins. Erfiðlega hefur gengið að finna einstaklinga í ráðið. Ráðið ítrekaði mikilvægi þess að í Vestmannaeyjum verði starfrækt ungmennaráð. Það er mikilvægt fyrir sveitarfélagið okkar að rödd ungmenna […]

Grannaslagur á Selfossi í kvöld

Heil umferð fer fram í Olís deild karla í kvöld. Á Selfossi verður sannkallaður Suðurlandsslagur, þar sem heimamenn taka á móti ÍBV. Eyjamenn eru í fjórða sæti deildarinnar, en liðið sigraði FH sem er á toppi deildarinnar í síðustu umferð. Selfyssingar hafa átt erfitt uppdráttar í vetur og er liðið á botninum með aðeins 8 […]

Tvær flughæfar – Önnur til sölu

Flug­fé­lagið Ern­ir glím­ir við rekstarörðug­leika og hyggst skila inn flugrekst­ar­leyfi sínu. Fé­lagið er meðal ann­ars með háar líf­eyr­is­sjóðs- og skatt­skuld­bind­ing­ar sem ekki hef­ur verið staðið skil á um nokk­urt skeið. Þetta kemur fram á mbl.is þar sem haft er eftir Ein­ari Bjarka Leifs­syni, fjár­mála­stjóri Ern­is, að rekst­ur­inn sé þungur en fé­lagið hafi sett upp áætl­un […]

„Þetta getur enginn gert nema þjóðkirkjan“

Á ferðum mínum um landið í aðdraganda biskupskjörs rifjast svo ótal margt upp fyrir mér, úr sögu landsins okkar og ríkulegri menningararfleifð. Til dæmis sagan Aðventa eftir Gunnar Gunnarsson, um Fjalla Bensa, hrútinn Eitil og hundinn Leó, sem gerist í óbyggðum þegar Benedikt leitar eftirlegukinda í aðdraganda jóla og lendir í margra daga stórhríð. Að […]

Sjálfbær rekstur í erfiðu rekstrarumhverfi sveitarfélaga

Ársreikningur Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans fyrir árið 2023: Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri gerði grein fyrir ársreikningi Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2023 á síðasta fundi bæjarstjórnar. Er ljóst að staðan er góð. Er niðurstaða samstæðu bæjarins (A- og B- hluta)  jákvæð um 564 milljónir króna  sem er um 400 milljónum  umfram áætlun og 530 milljónum betri en árið […]

Hugað að næsta skólaári

Samræmt skóladagatal leik-, grunnskóla og frístundavers 2024-2025 lagt fram til staðfestingar á síðasta fundi fræðsluráðs. Kennsludagar í grunnskólanum eru 180 og skólasetning verður 23. ágúst. Kjarasamningsbundnir starfsdagar kennara eru 13 þar af 8 utan starfstíma skóla. Vetrarleyfi verður 21.-24. október. Starfsdagar leikskólanna verða: Víkin verður lokuð 15. ágúst vegna starfsdags og Kirkjugerði og Sóli 22. […]

Páskaeggjaleit Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum, skírdag 28. mars kl. 13.00. Barnafjölskyldur sérstaklega velkomnar en mæting er við virkið á Skansinum. Hvetjum foreldra til að taka virkan þátt með börnum sínum og eiga saman notalega stund. (meira…)