Nýtt handboltafélag stofnað í Eyjum

Hbh Logo

Í dag var tilkynnt um stofnun nýs handboltafélags í Vestmannaeyjum, Handknattleiksbandalag Heimaeyjar (HBH). Í tilkynningu á facebook-síðu handknattleiksdeildar ÍBV segir að undanfarin ár hafi ÍBV handboltafélag haldið úti ungmennaliði. „U-liðs leikmenn okkar hafa fram að þessu verið okkar framtíðarleikmenn. Verið landsliðsmenn yngri landsliða og verið að stefna á eða stíga sín fyrstu skref inn í […]

Eyjafólkið – Vestmannaeyjameistarar í golfi

Fyrr í mánuðinum fór fram Meistaramót Golfklúbbs Vestmannaeyja. Mótið fór fram dagana 10. til 13. júlí og er þetta í 85. skiptið sem að það er haldið. Fjölmargir efnilegir kylfingar tóku þátt en þátttakendur sem luku keppni voru 90 talsins og spiluðu í samtals 11 flokkum. Vestmannaeyjameistarar 2024 í karla- og kvennaflokki í golfi eru þau […]

Löglegt skal það vera

Helgi Björnsson er að mæla leiðina í Vestmannaeyjahlaupinu. Hann er löggiltur mælingarmaður og starfar hjá Tímatöku. Vestmannaeyjahlaupið hefur fengið vottun frá Frjálsíþróttasambandi Íslands og fara úrslit í afrekaskrá FRÍ. Vestmannaeyjahlaupið verður 7.september. Boðið verður upp á fimm og tíu km. hlaup.   (meira…)

ÍBV í toppsætið

Eyja ÍBV ÍR 3L2A5640

ÍBV komst í dag upp fyrir Fjölni og á topp Lengjudeildar karla í fyrsta sinn í sumar. ÍBV sigraði Gróttu á Hásteinsvelli 2-1 á meðan Þór og Fjöln­ir skildu jöfn fyrir norðan. Vicente Val­or kom ÍBV yfir á sjö­undu mín­útu. Sverr­ir Páll Hjaltested skoraði svo annað mark ÍBV und­ir lok fyrri hálfleiks.  Grótta minnkaði muninn á […]

Taka á móti botnliðinu

Eyja ÍBV ÍR 3L2A5609

18. umferð Lengjudeildar karla hefst í dag með fimm leikjum. Í Eyjum tekur ÍBV á móti Gróttu. Eyjamenn eru í baráttu á toppi deildarinnar. Þeir eru í öðru sæti með 32 stig, stigi á eftir toppliði Fjölnis. ÍBV fór illa af ráði sínu í síðasta leik gegn ÍR, þegar þeir töpuðu niður tveggja marka forystu […]

Fram sótti þrjú stig til Eyja

Eyja_3L2A2658

Fjórir leikir fóru fram í Lengjudeild kvenna í kvöld. Í Eyjum tók ÍBV á móti Fram. Liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn. Fram skoraði fyrsta mark leiksins á 29. mínútu með marki frá Emmu Björt Arnarsdóttur. Í upphafi síðari hálfleiks jafnaði Ágústa María Valtýsdóttir metin, en á 66. mínútu skoraði Birna Kristín Eiríksdóttir annað […]

ÍBV og Fram mætast í Eyjum

sisi-ibvsp

Fimmtánda umferð Bestudeildar kvenna hefst í kvöld með fjórum leikjum. Í Eyjum mætast ÍBV og Fram. Liðin eru með jafn mörg stig í þriðja og fjórða sæti deildarinnar og má því búast við hörkuleik á Hásteinsvelli. Í fyrri leik liðana sigraði ÍBV á útivelli. Flautað er til leiks á Hásteinsvelli klukkan 18.00. Sjá má leiki […]

Töpuðu dýrmætum stigum á heimavelli

Tomas Bent Mynd

Eyjamenn töpuðu í kvöld dýrmætum stigum í toppbaráttu Lengjudeildarinnar er liðið gerði jafntefli á heimavelli gegn ÍR. ÍBV komst yfir í leiknum þegar Viggó Val­geirs­son skoraði í fyrri hálfleik. Á 60. mín­útu fékk Jordi­an Fara­hani rautt spjald og ÍR-ingar manni færri það sem eftir lifði leiks. Tóm­as Bent Magnús­son kom ÍBV í 2:0 á 65. […]

ÍBV fær liðsstyrk fyrir lokasprettinn

Jon Arnar Ibvsp

Knattspyrnumaðurinn Jón Arnar Barðdal hefur skrifað undir samning við ÍBV til loka tímabilsins en hann kemur til með að hjálpa liðinu í baráttunni í Lengjudeildinni. Greint er frá þessu í tilkynningu á vefsíðu ÍBV. Jón Arnar er 29 ára gamall sóknarmaður sem lék með Stjörnunni upp alla yngri flokkana en á hans meistaraflokksferli hefur hann […]

Tap gegn toppliðinu

Eyja_3L2A2658

Kvennalið ÍBV tapaði í dag gegn toppliði FHL í Lengjudeildinni. Leikið var fyrir austan. ÍBV lenti undir strax á fimmtu mínútu og þannig stóðu leikar í leikhléi. Fljótlega í síðari hálfleik bætti FHL við tveimur mörkum áður en Ágústa María Valtýsdóttir minnkaði muninn fyrir ÍBV á 70. mínútu. Á 81. mínútu bætti Emma Hawkins við […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.