X-24: Framboðsfundur í Suðurkjördæmi

Oddvitar allra flokka sem bjóða fram í Suðurkjördæmi mætast í kvöld til að ræða málefnin sem brenna á kjósendum í kjördæminu. Þátturinn er í umsjón RÚV en horfa má á útsendingu frá fundinum í spilaranum hér að neðan. Útsending hefst klukkan 18:10. (meira…)
Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar!

Lokun ehf-gatsins snýst um að tekjur einstaklinga umfram 1,3 milljónir á mánuði beri sama skatt – hvort sem þær eru teknar út sem arður eða laun. Lokun ehf-gatsins hefur þess vegna engin áhrif á fólk sem er með mánaðarlegar tekjur undir þessum mörkum. Þetta þarf að vera alveg á hreinu. Ég er húsasmiður að mennt […]
Samgöngur milli lands og Eyja eiga að vera forgangsmál

Á dögunum var kynning á niðurstöðum starfshóps um fýsileika jarðganga til Vestmannaeyja. Skýrsla hópsins gefur til kynna að tilefni sé til frekari rannsókna á jarðlögum við Vestamannayjar með jarðgangnagerð í huga. Þetta eru afar góðar fréttir enda bættar samgöngur milli lands og Eyja verið baráttumál ótal lærðra og leikna síðustu áratugi. Nú hyllir í áhugaverðan […]
Framboðsfundur í Eyjum

Opinn fundur verður haldinn með oddvitum allra stjórnmálaflokka í Suðurkjördæmi. Fundurinn verður haldinn í Höllinni miðvikudaginn 13. nóvember kl. 17:30, húsið opnar kl. 17:00. Fundurinn er haldinn í samvinnu Vestmannaeyjabæjar, Eyjafrétta og Tíguls. Oddvitar flokkana eru: Halla Hrund Logadóttir – Framsóknarflokkurinn Guðbrandur Einarsson – Viðreisn Guðrún Hafsteinsdóttir – Sjálfstæðisflokkurinn Ásthildur Lóa Þórsdóttir – Flokkur fólksins […]
Hverjir færu á þing úr Suðurkjördæmi?

Á föstudaginn birti Gallup könnun á fylgi flokka sem bjóða fram til Alþingis. Gerð var netkönnun dagana 1.-31 október. Ef við skoðum Suðurkjördæmi sérstaklega í þessari könnun má sjá að Sjálfstæðisflokkur hefur mest fylgi, eða 22,3%. Næst mesta fylgið hefur Miðflokkurinn sem hefur 21,6%, og þar fast á eftir er Samfylkingin með 19,4%. Þar á […]
Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi í Ásgarði í dag

Fjórir efstu frambjóðendur á lista Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi, þau Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra og Vilhjálmur Árnason þingmaður og ritari Sjálfstæðisflokksins mæta í Ásgarð í dag klukkan 16.00 og fara þar yfir áherslur sínar og flokksins í komandi þingkosningum. En með Guðrúnu verða þau Ingveldur Anna Sigurðardóttir varaþingmaður og lögfræðingur, sem skipar þriðja sætið og Gísli “okkar” […]
Hvað á að kjósa

Nú hefur verið stillt upp hjá Miðflokknum. Sitt sýnist hverjum og eðlilega eru ekki allir sáttir. Á Suðurlandi hefur verið ákveðið að bjóða fram blandaðan hóp af fólki með reynslu og kröftugu fólki með góða framtíðarsýn. Af því fólki langar mig að nefna vinkonu mína hana Heiðbrá Ólafsdóttir sem er í öðru sæti. Heiðbrá er […]
Hvar búa þeir sem leiða listana í Suðurkjördæmi?

Sjö af þeim tíu sem leiða framboðin sem bjóða fram í Suðurkjördæmi er með skráð lögheimili í kjördæminu. Eyjafréttir hafa tekið saman hvernig búseta þeirra sem leiða framboðin er – til glöggvunar fyrir kjósendur. Flestir efstu manna til heimils í Reykjanesbæ, eða þrír af tíu. Allir þrír sem ekki eru skráðir í kjördæminu eru búsettir […]
Framboðslisti Pírata í Suðurkjördæmi

Píratar hafa nú birt fullskipaða lista sína fyrir þingkosningarnar 30. nóvember. Flokkurinn býður fram í öllum kjördæmum og er með listabókstafinn P. Framboðslisti Pírata í Suðurkjördæmi: Týr Þórarinsson kvikmyndagerðarmaður Álfheiður Eymarsdóttir bæjarfulltrúi og stjórnmálafræðingur Linda Björg Arnheiðardóttir öryrki og heimavinnandi húsmóðir Þórir Hilmarsson skósmiður og stjórnarmaður í Vr Sindri Mjölnir Magnússon listamaður Sunna Rós Víðisdóttir lögfræðingur […]
Framboðslisti Lýðræðisflokksins í Suðurkjördæmi

Lýðræðisflokkurinn hefur nú birt fullskipaða lista sína fyrir þingkosningarnar 30. nóvember. Flokkurinn býður fram í fyrsta sinn í öllum kjördæmum og er með listabókstafinn L. Flokkurinn er stofnaður af Arnari Þór Jónssyni lögmanni og fyrrverandi forsetaframbjóðanda. Framboðslisti Lýðræðisflokksins í Suðurkjördæmi 1. Elvar Eyvindsson – bóndi 2. Arnar Jónsson – smiður 3. Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir – […]