Hvar búa þeir sem leiða listana í Suðurkjördæmi?

Sjö af þeim tíu sem leiða framboðin sem bjóða fram í Suðurkjördæmi er með skráð lögheimili í kjördæminu. Eyjafréttir hafa tekið saman hvernig búseta þeirra sem leiða framboðin er – til glöggvunar fyrir kjósendur. Flestir efstu manna til heimils í Reykjanesbæ, eða þrír af tíu. Allir þrír sem ekki eru skráðir í kjördæminu eru búsettir […]

Framboðslisti Pírata í Suðurkjördæmi

Píratar hafa nú birt fullskipaða lista sína fyrir þingkosningarnar 30. nóvember. Flokkurinn býður fram í öllum kjördæmum og er með listabókstafinn P. Framboðslisti Pírata í Suðurkjördæmi: Týr Þórarinsson kvikmyndagerðarmaður Álfheiður Eymarsdóttir bæjarfulltrúi og stjórnmálafræðingur Linda Björg Arnheiðardóttir öryrki og heimavinnandi húsmóðir Þórir Hilmarsson skósmiður og stjórnarmaður í Vr Sindri Mjölnir Magnússon listamaður Sunna Rós Víðisdóttir lögfræðingur […]

Framboðslisti Lýðræðisflokksins í Suðurkjördæmi

elvar_eyvindss

Lýðræðisflokkurinn hefur nú birt fullskipaða lista sína fyrir þingkosningarnar 30. nóvember. Flokkurinn býður fram í fyrsta sinn í öllum kjördæmum og er með listabókstafinn L. Flokkurinn er stofnaður af Arnari Þór Jónssyni lögmanni og fyrrverandi forsetaframbjóðanda. Framboðslisti Lýðræðisflokksins í Suðurkjördæmi 1. Elvar Eyvindsson – bóndi 2. Arnar Jónsson – smiður 3. Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir – […]

Ásthildur Lóa leiðir áfram hjá Flokki fólksins

Asthildur Flokkur Folksi

Ásthildur Lóa Þórsdóttir alþingismaður og kennari, mun leiða lista Flokks fólksins í Suðurkjördæmi. Sigurður Helgi Pálmason safnvörður og þáttagerðarmaður skipar 2. sætið, Elín Fanndal félagsliði og varaþingmaður, skipar 3. sætið og Jónas Yngvi Ásgrímsson, stjórnarmaður hjá VR og miðstjórnarmaður ASÍ, það fjórða. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum. Ásthildur Lóa, sem hefur setið á […]

Unnur Rán leiðir Sósíalista í Suðurkjördæmi

Sosialisti Sudur Ads 24

Félagsfundur Sósíalistaflokksins samþykkti í gærkvöld oddvita listans í Suðurkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Oddviti listans er Unnur Rán Reynisdóttir, hársnyrtir og hársnyrtikennari. Þá var listinn fyrir Suðurkjördæmi einnig samþykktur í heild sinni, segir í tilkynningu frá flokknum. Unnur Rán er fjögurra barna móðir, búsett í Reykjanesbæ en uppalin á Flúðum í Hrunamannahrepp. Unnur Rán vinnur á […]

Karl Gauti leiðir lista Miðflokksins

Karl Gauti 24 Tms

Í kvöld samþykkti félagsfundur Miðflokksins í Suðurkjördæmi tillögu uppstillingarnefndar um framboð listans í kjördæminu. Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum mun leiða listann. Frá þessu greinir Karl Gauti á facebook-síðu sinni. Í næstu sætum verða Heiðbrá Ólafsdóttir og Ólafur Ísleifsson. „Þeir sem kannast við mig vita að ég hlakka til að geysast um hið víðfema […]

Markmiðið er skýrt – Fjórir þingmenn D inn í Suðurkjördæmi

Ég er afar þakklátur fyrir það traust sem mér var sýnt af félögum mínum í kjördæmisráði þegar ég var kosinn í 4. sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi kosningar. Verkefnið er skýrt. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar sér að ná fjórum þingmönnum inn í Suðurkjördæmi fyrir komandi kosningar. Ljóst er að stuðningur eyjamanna við framboðið er gríðarlega […]

Framboðslisti Framsóknar í Suður samþykktur

Untitled (1000 X 667 Px) (19)

Kjördæmissamband Framsóknar í Suðurkjördæmi samþykkti í dag framboðslista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi á fjölmennu kjördæmisþingi á Hótel Örk í Hveragerði. Fram kemur í tilkynningu frá flokknum að listinn samanstandi af fólki með mikla reynslu auk nýrra aðila sem styrkja hóp framsóknarfólks verulega um land allt. Í fyrsta sæti er Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri Orkustofnunar. Í öðru […]

Framboðslisti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi

Vidir1 1536x1022

Framboðslisti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 30. nóvember var samþykktur á fundi kjördæmisráðs í kvöld. Fundurinn var haldinn í félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs hjá ríkislögreglustjóra, leiðir listann í Suðurkjördæmi. Ása Berglind Hjálmarsdóttir, bæjarfulltrúi í Ölfusi og verkefnastjóri hjá Hörpu, er í öðru sæti. Í þriðja sæti er Sverrir Bergmann, bæjarfulltrúi í […]

Viðreisn: Guðbrandur leiðir í Suðurkjördæmi

Gudbrandur E

Framboðslisti Viðreisnar í Suðurkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar var samþykktur á fundi landshlutaráðs flokksins í kvöld, 24. október. Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar, leiðir listann. Í öðru sæti er Sandra Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi í Hveragerði. Þriðja sætið skipar Mathias Bragi Ölvisson, forseti Rösvku og háskólanemi, og í fjórða sæti er Kristín María Birgisdóttir, upplýsinga- og markaðsfulltrúi […]