Hafðist með mikilli liðsheild, vinnuframlagi og jákvæðni

KFS fór mikinn í A riðli fjórðu deildar Íslandsmótsins í knattspyrnu í sumar KFS sigraði sinn riðil með 32 stig, tíu sigra, tvö jafntefli og tvö töp. Fengu fimmtán mörk á sig en skoruðu fimmtíu og fjögur. Í undanúrslitum lögðu þeir svo Hamar, sigurvegara C riðils, með einu marki gegn engu á Grýluvelli. Þrátt fyrir […]

Hrækti af mér 700 grömmum á síðasta klukkutímanum

Eyjakonan Birgit Rós Becker hefur æft og keppt í kraftlyftingum frá árinu 2015 og á því ekki langan feril að baki en óhætt að segja að afrekaskráin sé orðin nokkuð löng því Birgit hefur sett 24 sinnum sett íslandsmet í gegnum tíðina í tveimur þyngdarflokkum. Birgit vann það afrek fyrr í þessum mánuði að setja […]

Getur haft kostnaðarsamar og alvarlegar afleiðingar

Flugvollur

„Áhrifa flugleysis gætir víða í okkar starfsemi og hjá okkar skjólstæðingum bæði á heilsugæslunni og sjúkradeild,“ Segir Davíð Egilsson yfirlæknir á heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands í Vestmannaeyjum og svæðislæknir sóttvarna í Vestmannaeyjum. Áætlunarflug hefur verið notað til sjúkraflutninga „Það fyrsta sem kemur upp í hugann er óhagræði fyrir þá fjölmörgu íbúa Vestmannaeyja sem þurfa reglulega meðferð […]

Afreksíþróttamenn sem hugsa vel um líkama og andlega heilsu

Eyjamaður vikunnar Nýverið var kynnt til leiks rafíþróttafélagið ÍBV eSports. Forsprakki og formaður félagsins er Jón Þór Guðjónsson. Nafn: Jón Þór Guðjónsson Fæðingardagur: 1. júní 1994 Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar Fjölskylda: Foreldrar mínir eru Jóhanna og Guðjón. Systkini mín eru Dóra og Gulli og kærasta mín er Nanna Berglind. Uppáhalds vefsíða: Youtube, maður lærir allt á youtube […]

Gefur mér trú á að okkur muni takast að bæta kerfið

Samningur um tilraunaverkefni um velferð barna var undirritað í Landlyst í síðustu viku. Verkefnið felur í sér að efla og þróa samvinnu sýslumanna, lögreglu, félagsþjónustu og barnaverndar í málum er lúta að velferð og högum barna, með áherslu á vernd barna sem búið hafa við ofbeldi á heimili í forsjármálum. Það voru þau Ásmundur Einar […]

Vill vera þekktur sem maðurinn sem bjargar fýlsungum

Eyjamenn og gestir leggja á sig mikla vinnu, vöku og þolinmæði þegar kemur að lundapysjubjörgun síðsumars á ári hverju. Aðrir ráðvilltir gestir á götum bæjarins eru ekki jafn vinsælir og pysjurnar en það eru blessaðir fýlsungarnir. Örlög þeirra verða oftar en ekki þau að verða bílum eða rándýrum að bráð, því færri kæra sig um […]

Langaði að taka hlaup heima

Vestmannaeyjahlaup

Hlynur Andrésson hefur síðustu ár slegið hvert metið á fætur öðru og er einn allra besti hlaupari landsins. Þessi hressi Eyjapeyi er sonur Ásu Jóhannesdóttur og Andrés Þorsteins Sigurðssonar (Adda Steina). Hann er fæddur árið 1993 og hefur því nægan tíma til frekari metorða í hlaupageiranum kjósi hann svo. Hlynur sigraði Vestmannaeyjahlaupið í ár en […]

Gerði kröfu um Vestmanneyskt blóð

Miklar breytingar hafa orðið á kvennaliði ÍBV í handbolta milli ára að sögn Hilmars Björnssonar aðstoðarþjálfara. „Það eru níu leikmenn sem voru með okkur í hlutverki í fyrra sem eru farnar eða hættar. Þrátt fyrir það erum við með 36 manna hóp samtals frá þriðja flokki upp í meistaraflokk en meistaraflokkskjarninn er um 20 leikmenn. […]

Höfum fundið stuðning þegar þörfin er mest

Karlalið ÍBV í handbolta hefur gengið í gegnum töluverðar breytingar frá síðasta tímabili. Þr ber helst að nefna þá þrjá leikmenn sem lögðu skóna á hilluna frægu að loknu síðasta tímabili en það voru þeir Grétar Þór Eyþórsson, Magnús Stefánsson og Sigurbergur Sveinsson. Auk þeirra fóru tveir lykil leikmenn frá síðasta vetri erlendis í atvinnumennsku […]

Það ættu allir að geta fætt í sínum heimabæ

Þann 10. ágúst síðastliðinn fæddist þeim Drífu Þorvaldsdóttur og Friðrik Má Sigurðssyni sonur. Það er ekki til frásögu færandi nema fyrir þær sakir að um er að ræða fyrsta barnið sem fæðist í Vestmannaeyjum síðan í september á síðasta ári. „Fæðingin gekk bara eins og í sögu. Það byrjuðu alvöru verkir um kl. 12:30 og […]