Flott myndband frá lokalagi tónleikanna á laugardaginn
6. janúar, 2014
Sighvatur Jónsson og Viktor Rittmüller tóku upp lokalag á tónleikum Jónasar Sig og Lúðrasveitar Vestmannaeyja og �?orlákshafnar, sem fram fóru á laugardaginn í Höllinni. Lokalag tónleikanna var hið þekkta lag Jónasar, Hamingjan er hér en sveitirnar yfirgáfu sviðið og léku áfram á leiðinni út, þar sem heljarinnar flugeldasýning tók á móti tónleikagestum. Sjón er sögu ríkari en myndbandið fylgir fréttinni.