Flutningabíll rann í veg fyrir fólksbíl

Umferðaróhapp varð á Strandvegi nú á tólfta tímanum þegar bílstjóri flutningabíls missti stjórn á bifreiðinni. Bíllinn rann yfir á rangan vegahelming og framan á fólksbíl sem kom úr gagnstæðri átt. Flutningabíllinn stöðvaðist á gamla Magnahúsinu sem nú hýsir meðal annars slippinn. Engin slys urðu á fólki en í það minnsta fólksbifreiðin er töluvert skemmd.
Einhverjar skemmdir eru einnig á húsinu, flutningabíllnum sem og gámnum sem hann dróg en hann var fullur af mjölpokum. Nú er unnið í því að tæma gáminn til að hægt sé að draga vagninn í burtu.

“Þetta er bara týpískt hálkuslys,” sagði lögreglan á staðnum í samtali við Eyjafréttir. En eins og sjá má á myndunum féll fyrsti snjórinn í Eyjum í dag. Er því rétt að brýna fyrir fólki að fara varlega enda flughált á götum bæjarins.

Nýjustu fréttir

Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.