Nýbygging við Hamarsskóla var til umræðu á fundi fræðsluráðs í vikunni. Jón Pétursson framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs fór yfir stöðuna. Forhönnun er hafin og er framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs í samskiptum við arkitekt með þá vinnu. Unnið er m.a. að samræmingu gagna frá faghópi. Verkefnið er formlega komið til byggingarnefndar sem er bæjarráð. Þegar forhönnun liggur fyrir verður kallað á faghópinn til að fara yfir niðurstöðuna og gera athugasemdir.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst