Stafkirkjan á Heimaey verður opin í dag og hægt verður að minnast þeirra sem misst hafa lífið í árásunum í Osló og Útey í gær. Kirkjan er opin milli kl. 11-17, flaggað er í hálfa stöng og hægt er að rita samúðarkveðjur í sérstaka minningarbók þar í dag og næstu daga. Á morgun, sunnudag, verður fórnarlambanna minnst við messuna kl. 11, sem kemur í stað messu í Landakirkju. Við messuna verður einnig beðið fyrir særðum og sorgmæddum.