Lokatölur liggja nú fyrir í kosningum til forseta Íslands. 245.004 voru á kjörskrá en 185.390 atkvæði voru greidd. Kjörsókn var því 75,7%. 38,49% atkvæða hlaut Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur, eða 71.356 atkvæði alls og hefur hann því verið kjörinn sjötti forseti lýðveldisins. Halla Tómasdóttir hlaut 27,51% allra atkvæða eða 50.995 og Andri Snær Magnason 14,04%, 26.037. Davíð Oddsson hlaut 13,54%, alls 25.108 atkvæði og Sturla Jónsson hlaut 3,48%, 6.446 atkvæði. Aðrir hlutu undir eitt prósent atkvæðanna.