Fótboltaskóli ÍBV hefst á föstudaginn
Skráning í gangi á Sportabler til 18. desember.
Yngri flokkar ÍBV á æfingu. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS
Fótboltaskóli ÍBV hefst næstkomandi föstudag. Áhersla verður á gleði og að krakkarnir fái verkefni við hæfi til að styrkja sjálfstraust og tæknilega getu.

Fyrra námskeiðið hefst á föstudaginn 20. desember og það síðara viku síðar þann 27.desember.
– 7.fl. og 6.fl. karla og kvenna frá 10:30-12:00 (fös,lau, sunn).
– 4.fl og 5.fl. karla og kvenna frá 13:00-14:30(fös,lau, sunn).

,,Planið er að skipta hópunum upp eftir getu, þá aldri og kyni og virkja sem flesta. Við fáum  einhverja leikmenn úr mfl. karla og kvenna til að kíkja við sem og foreldra. En fyrst og fremst verður þetta skemmtilegt og gott fyrir krakkana að hreyfa sig um jólin á meðan æfingar eru stop,” segir Trausti Hjaltason sem verður einn þjálfarana.

Meðal annarra þjálfara má nefna:
* Sísí Láru, leikmann ÍBV, fyrverandi íþróttakona ársins í Eyjum og landsliðskonu.
* Alex Frey, fyrirliða ÍBV og Kollagensérfræðing.
* Guðmund Tómas, þjálfari ÍBV til margra ára og suðurlandsmeistari í FIFA.

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.