Fótbolti - Sigurður Arnar framlengir

Varnarmaðurinn knái Sigurður Arnar Magnússon hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild ÍBV um eitt ár og kemur því til með að leika með liðinu í Bestu deildinni 2023.

Sigurður, sem er 23 ára, lék vel í sumar með ÍBV en hann spilaði 26 af 27 leikjum liðsins í deild og úrslitakeppni. Hann skoraði fjögur mörk í sumar, tvö af þeim í sama leiknum gegn Frömurum þar sem hann lék á miðjunni.

Sigurður hefur allan sinn feril leikið með ÍBV að undanskildum fimm leikjum með KFS í 4. deildinni sumarið 2017 þar sem hann skoraði fjögur mörk. Samtals eru leikir Sigurðar í meistaraflokki orðnir 136 og mörkin 15, þrátt fyrir ungan aldur.

ÍBV fagnar fréttum þessum og hlakkar til næsta tímabils.

Mynd: Alexander Hugi Jósepsson.

Nýjustu fréttir

Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.