�?að hefur margt verið skrafað um fylgistap Framsóknarflokksins og víst að ástæðurnar eru fjölmargar. Í nýafstöðnum kosningum lenti flokkurinn milli tveggja elda þar sem kjósendur voru ýmist að tjá með atkvæði sínu stuðning við áframhaldandi stjórn eða andstöðu við stjórnina. Í þeirri samkeppni hlaut Framsóknarflokkurinn að verða útundan enda reyndist hann eiga minna af óákveðna fylginu en nokkru sinni fyrr.
Utan Suðvesturhornsins hélt flokkurinn sjó en tapaði gríðarlega á Reykjavíkursvæðinu. Sá sem hér ritar hefur lengi talað fyrir þeirri skoðun að nálgun flokksins á höfuðborgarsvæðinu hafi verið í senn röng og ósannfærandi. Í stað þess að leggja upp með hinn gamalgróna trausta flokk landsbyggðarstefnu, þjóðhyggju og umhverfisverndar hafa forystumenn flokksins leitað fyrir sér um �?önnur�? stefnumál og �?aðra�? kjósendur án þess að það liggi allskostar fyrir hvert förinni væri heitið. Sú staðreynd að mikill meirihluti þjóðarinnar býr nú á höfuðborgarsvæðinu hefur fyllt gömul Framsóknarhjörtu ótta við að flokkurinn væri að missa af lest. Hann yrði líkt og þjóðin að færa sig og stefnumál sín. Finna sér fótfestu í óskilgreindum baráttumálum Suðvesturhornsins. Slík flóttastefna frá gömlum og gildum hugsjónum flokksins út í hreina leit að vinsældum er vitaskuld feigðarflan.
Höfuðborg Íslands á sér margskonar hagsmuni og íbúum þar gengur yfirleitt giska vel að verja þá. Í einu mikilvægu máli gæti borgin samt beðið lægri hlut og það yrði henni dýrkeypt. Höfuðborgin þarf að vera höfuðborg þjóðríkis til þess að geta staðið undir nafni. Líkt og landsbyggðin á Íslandi þarf á því að halda að eiga sér öfluga og framsækna höfuðborg þarf sú sama borg á því að halda að eiga sér stórt, fjölbreytilegt og vaxandi bakland. Höfuðborg í litlu borgríki við Faxaflóann er ekki það framtíðarhlutverk sem við óskum Reykjavík barna okkar.
Erindi hins hófsama Framsóknarflokks í þessari baráttu er mikilvægt og flokkurinn þarf í engu að óttast að eiga sér ekki kjósendur á höfuðborgarsvæðinu, þar er mýgrútur af sveitamönnum og fer fjölgandi enda sveitin í tísku. Verði flokkurinn sannfærandi í málflutningi sínum nær hann til þessa fólks. �?að er verkefni næstu ára.
Höfundur býr á Selfossi og situr á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn í Suðurkjördæmi.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst