Frá Heimaey til heimsendar
Samfélagsstyrkjum að upphæð tíu milljónir króna var úthlutað úr Samfélagssjóði Landsbankans sl. miðvikudag. Alls hlutu 24 verkefni styrki að þessu sinni.

Verkefnin sem hlutu styrki eru afar fjölbreytt og styrkhafar koma víðsvegar að af landinu. Hæstu styrkirnir runnu annars vegar til gerðar heimildarmyndar um lífshlaup og ævistarf Páls Steingrímssonar, kvikmyndagerðarmanns sem ber nafnið Frá Heimaey til heimsenda og hins vegar til félagsins Einstrakra barna sem styðja foreldra langveikra barna.

Um 250 umsóknir bárust sjóðnum að þessu sinni. �?etta er í annað sinn á árinu sem samfélagsstyrkjum er úthlutað úr Samfélagssjóði bankans og samtals hafa 20 milljónir króna verið veittar í samfélagsstyrki árið 2015.

Samfélagsstyrkjum er einkum ætlað að styðja mannúðar- og líknarmál, menntamál, rannsóknir og vísindi, forvarnar- og æskulýðsstarf, sértæka útgáfustarfsemi og verkefni á sviðum menningar og lista.

Dómnefnd samfélagsstyrkja var að þessu sinni skipuð þeim Ármanni Jakobssyni, prófessor við Háskóla Íslands, �?órmundi Jónatanssyni hjá Landsbankanum og Guðrúnu Agnarsdóttur lækni, en hún var jafnframt formaður dómnefndar.

Verkefni Páls Steingrímssonar hlaut 750.000 krónur í styrk.

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.