Karlakór Vestmannaeyja hélt sína fyrstu vortónleika síðastliðinn laugardag í Eldheimum. Uppselt var á tónleikana og talið er að um 250 manns hafi verið í húsinu. Stemning var frábær og
söngurinn stórkostlegur. �?g á ekki nægilega sterk lýsingarorð til þess að lýsa aðdáun minni á Karlakór Vestmannaeyja eftir tónleikana sem haldnir voru síðastliðinn laugardag. En þetta eru fyrstu stóru tónleikarnir sem kórinn heldur hér í Eyjum og með bestu tónleikum sem ég hef farið á um ævina. �?g verð að byrja á að hrósa aðstandendum tónleikana fyrir að halda þá í þessu glæsilega húsi sem Eldheimar eru, frábær staður og vona ég svo innilega að við Eyjamenn munum fá meira af þessu í framtíðinni. Strax og maður kom í Eldheima þetta kvöld fann maður fyrir mikilli eftirvæntingu og spennu hjá áhorfendum að hlýða á kórinn og strax í fyrsta laginu voru þeir búnir að fanga hjörtu allra í salnum. �?vílíkir fagmenn sem þessir peyjar
eru orðnir á stuttum tíma. �?órhallur stjórnandi kórsins hefur heldur betur gert flotta hluti með þennan glæsilega hóp og á heiður skilið fyrir sitt starf. Stórkostlegur söngur hjá peyjunum og einstaklega skemmtilegt að hlusta á sögurnar sem kórstjórinn bauð upp á milli laga, maður var farinn að veltast um af hlátri þegar leið á kvöldið. Einn af hápunktum tónleikanna var án
efa að hlusta á hinn unga og bráðefnilega Friðbjörn Sævar Benónýsson sem söng einsöng í laginu Heima, sem strákarnir í Skálmöld gerðu frægt hér um árið. �?vílík rödd, maður var eiginlega orðlaus eftir flutninginn hjá honum. Hann á svo sannarlega framtíðina fyrir sér í söng. Hinn hávaxni, glæsilegi og geðþekki lögreglumaður Íslands, Geir Jón sló svo í gegn með einsöng í laginu Hraustir menn, sem átti mjög vel við hann, enda stór og hraustur maður á ferð. Sterk og áhrifamikil rödd hjá karlinum og maður naut þess að hlusta á hann fara upp á háau tónana. Kórinn tók hvern slagarann á fætur öðrum og með hverju laginu varð maður heillaðri og heillaðri af þessum frábæru söngvurum. Ekki má gleyma óaðfinnanlegum undirleiknum hjá Kitty Kovács. �?að toppaði svo allt saman þegar maður labbaði út af tónleikunum, þar sem strákarnir voru búnir að raða sér upp fyrir utan Eldheima og
sungu hástöfum þegar gestirnir kvöddu og héldu heim á leið. �?egar ég labbaði út áttaði ég mig á því að ég var búin að vera brosandi út að eyrum frá því að ég settist niður og ég brosti enn hringinn þegar ég lagðist á koddann þegar heim var komið, þvílík skemmtun sem þetta var. Til hamingju strákar, mikið hlakka ég til að fylgjast með ykkur í framtíðinni! �?g verð illa
svekkt ef þjóðhátíðarnefnd fær ekki Karlakór Vestmannaeyja til þess að syngja á stóra sviðinu í lok júlí, þeir gefa Fjallabræðrum svo sannarlega ekkert eftir. �?essir tónleikar voru í
einu orði sagt, stórkostlegir.