Fræðslufundur um atvinnumál fatlaðs fólks
Setrid
Fundað verður í Þekkingarsetri Vestmannaeyja, Ægisgötu 2.

Þroskahjálp í Vestmannaeyjum býður til fundar um atvinnumál fatlaðs fólks. Fundurinn verður haldinn í dag 28. apríl í Visku – Ægisgötu 2 frá kl 12:00-13:00. Boðið verður upp á súpu og brauð.

Sara Dögg Svanhildardóttir verkefnastjóri hjá Landssamtökunum Þroskahjálp í Reykjavík mun leiða fundinn. Með henni verður Guðlaug M. Dagbjartsdóttir frá Vinnumálastofnun. Sara Dögg mun annars vegar fara yfir stöðu fatlaðs fólks á vinnumarkaði og hvernig er hægt að styðja við fyrirtæki til að tryggja fötluðu fólki atvinnu. Guðlaug M. Dagbjartsdóttir frá Vinnumálastofnun á Suðurlandi fer yfir þjónustuna sem er í boði fyrir atvinnurekendur.

Nýjustu fréttir

Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.