Fráleitt að orkusparandi framkvæmdir skili sér ekki
Varmadælustöðin við Hlíðarveg.

HS Veitur tilkynntu um mánaðamótin hækkun á gjaldskrá hitaveitu í Vestmannaeyjum um 7.39 prósent. Einnig var boðuð lækkun á hitastigi á vatni frá kyndistöð niður í allt að  4°C frá því sem nú er eftir árstímum. Bæjarráð hefur lýst yfir óánægju sinni með hækkunina en rök Veitna eru áskoranir í rekstri hitaveitu í Vestmannaeyjum vegna raunhækkunar á raforkukostnaði og bilana á sæstreng Landsnets og skerðinga í raforkuframleiðslu með auknum kostnaði vegna olíukaupa.

„Því miður hefur kostnaður við upphitun íbúðarhúsa í Eyjum ekki þróast eins og vonir stóðu til með Varmadælustöðinni sem hefur sparað mikla orku frá því hún var tekin í notkun,“ sagði Eyþór Harðarson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sem á sæti í bæjarráði.

„Því miður kynntu yfirmenn HS Veitna bæjarráði mikið tap á sl. árum á rekstri hitaveitunnar í Eyjum sem ástæðu hækkunarinnar. T.d. þarf hitaveitan í Eyjum að borga hærra verð fyrir raforkuna eftir að Varmadælustöðin var tekin í gagnið. Hún sparar rafmagn en sparnaðurinn þurrkaðist út þegar rafmagn var hækkað sem nam minni kaupum á raforku.“

Eyþór sagði fráleitt, að þegar farið er í umhverfisvænar umbætur, eins og Varmadælustöðin er, skuli ekki skila sér í hagkvæmari hitaveitu til íbúanna. „Ekki má gleyma fjölda daga sem hefur verið keyrt á olíu hér í Eyjum af því að nægt rafmagn fékkst ekki. Vonandi verða keyrsludagar á olíu undantekningin þegar lagning nýrra sæstrengja verður að veruleika á næstu árum samfara bættu raforkuflutningsneti uppá landi. Yfirvöld þurfa að lagfæra gjaldskrá á raforku til fjarvarmaveitna eins og er hér í Eyjum. Það er verkefni okkar og þingmanna að berjast fyrir því réttlætismáli,“ sagði Eyþór að endingu.

Mynd: Fjarvarmaveitan átti að spara rafmagnskaup um 10% og gerði það. En það skilaði sér ekki til neytenda í Vestmannaeyjum.

Nýjustu fréttir

Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.