Framarar tóku bæði stigin í 3. umferð Olís-deildar karla í Íþróttamiðstöðinni í dag. Lokatölur 24:25 en Eyjamenn voru grátlega nálægt því að jafna metin undir lokin.
Dómgæslan í leiknum var afleit en allir vafadómar féllu með Fram. ÍBV hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í deildinni, en leik þeirra gegn Haukum var frestað í annarri umferð.
Theodór Sigurbjörnsson var að vanda markahæstur hjá ÍBV með ellefu mörk en Stephen Nielsen varði 25 skot í markinu.