Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi í Ásgarði í dag
Listi D Sudurkj 24
Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.

Fjórir efstu frambjóðendur á lista Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi, þau Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra og Vilhjálmur Árnason þingmaður og ritari Sjálfstæðisflokksins mæta í Ásgarð í dag klukkan 16.00 og fara þar yfir áherslur sínar og flokksins í komandi þingkosningum.  En með Guðrúnu verða þau Ingveldur Anna Sigurðardóttir varaþingmaður og lögfræðingur, sem skipar þriðja sætið og Gísli  “okkar” Stefánsson, sem situr í bæjarstjórn í Eyjum og skipar fjórða sætið á lista flokksins í suðurkjördæmi.

Það brennur ýmislegt á þeim sem þau hlakka mikið til að fjalla um, en ekki síður hlakka þau til að hitta á Eyjamenn og heyra frá þeim hvaða áherslur og hvaða sýn þeir hafa á framtíð Eyjanna og framtíð lands og þjóðar.

Komdu í kaffi, konfekt og kex og taktu þátt í opnum fundi Sjálfstæðisflokksins í Ásgarði klukkan fjögur í dag – það eru allir hjartanlega velkomnir, segir í tilkynningu frá skipuleggjendum.

Nýjustu fréttir

Eyjafréttir í nýjum búningi á nýju ári
ÍBV tekur á móti Fram í kvöld
Elliði maður leiksins og Ísland í undanúrslit
Beðið með eftirvæntingu eftir loðnuráðgjöf
KR-ingur á láni til ÍBV
Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.