Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum fellir niður kennslu og verður lokaður í fyrramálið vegna veðurs. Stefnt er að því að hann opni aftur kl. 12.30.
Skólinn bætist því við fjölmörg fyrirtæki og stofnanir sem ætla að hafa lokað fram yfir hádegi vegna veðurofsans sem gengur yfir í morgunsárið á morgun.
Enda hefur lögreglan beint því til fólks að vera ekki á ferðinni á meðan ósköpin ganga yfir.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst