Framlengja farsælt samstarf
Íslandsbanki_3L2A0295
Sigursteinn Bjarni Leifsson, útibússtjóri Íslandsbanka í Eyjum og Sæunn Magnúsdóttir, formaður ÍBV-íþróttafélags handsala hér samninginn. Ljósmynd/aðsend.

ÍBV-íþróttafélag og Íslandsbanki skrifuðu í dag undir samning um áframhaldandi samstarf. Nýr samningur er til þriggja ára eða til 2026.

Í tilkynningu á vef ÍBV segir að Íslandsbanki hafi um árabil stutt myndarlega við bakið á ÍBV og á því verður engin breyting. Samstarf ÍBV og Íslandsbanka  hefur verið farsælt og ánægjulegt um langt skeið og því mikilvægt að halda samstarfinu áfram til að efla félagið í því mikla starfi sem það sinnir.  Samningurinn tekur yfir starfsemi félagsins frá þeim elstu og til þeirra yngstu, þó með aðaláherslu á barna og unglingastarf félagsins en þar verður til sá auður sem ÍBV-íþróttafélag byggir á.

ÍBV-íþróttafélag og Íslandsbanki lýsa yfir ánægju sinni með áframhaldandi samstarf og vilja um leið hvetja alla iðkendur til að stunda íþróttir sínar af alúð og krafti. Þess má geta að samningurinn var undirritaður í nýjum og glæsilegum þreksal félagsins.

Nýjustu fréttir

Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.