Framtíðarsýn í öldrunarmálum
12. maí, 2022

Öldrunarmál varða ekki eingöngu eldri borgara sjálfa heldur okkur öll. Það skiptir alla máli hvernig samfélagi við viljum búa í á efri árum og við hvaða lífsgæði. Góð þjónusta við eldri borgara og góð lífsgæði þeirra eru því allra hagur. Við þurfum að móta okkur sýn og stefnu í öldrunarmálum til framtíðar í takt við breytta aldurssamsetningu. Framþróun er að eiga sér stað í hugmyndafræði, orðræðu og tækninýungum í málaflokknum sem við þurfum að fylgja og leitast við að veita sem besta þjónustu.

Forvarnir og heilsuefling

Til að stuðla að farsælli öldrun þurfum við að leggja aukna áherslu á forvarnir og heilsueflandi þætti. Líkamleg, andleg og félagsleg heilsa er undirstaða lífsgæða á efri árum. Markmiðið þarf að vera að öllum eldri borgurum sé gert kleift að búa við öryggi, sjálfræði og ástunda heilbrigða lifnaðarhætti og hlúa vel að heilsu og líðan, m.t.t áhuga, heilsufars og færni hvers og eins.

Við höfum innleitt fjölþætta heilsueflingu fyrir 65 ára og eldri við mikla ánægju þeirra sem hana stunda og þurfum að halda áfram á þeirri braut ásamt því að huga vel að félagslega þættinum. Við höfum einnig sett upp útiæfingasvæði og gert átak í að merkja gönguleiðir sem nýtast eldri borgurum sem og öðrum bæjarbúum til heilsueflingar. Vestmannaeyjar eru náttúruparadís þar sem tækifæri til að ástunda heilbrigðan lífstíl eru óþrjótandi fyrir alla aldurshópa, við stefnum á að fá viðurkenningu sem heilsueflandi samfélag.

Virkni og félagslíf

Það skiptir máli að hafa hlutverk og eiga í jákvæðum samskiptum við annað fólk. Eldri aldurshópar búa yfir dýrmætri þekkingu og reynslu og við þurfum að stuðla að því að eyjan okkar verði aldursvæn þar sem fólk hefur hlutverk eftir sínum óskum, óháð aldri.

En við megum ekki gleyma mikilvægi þess að hafa gaman og í því samhengi þurfum við að stuðla að eflandi umhverfi og nægjanlegu framboði af tómstundastarfi.

Félag eldri borgara hefur með myndarlegum styrk frá Vestmannaeyjabæ haldið úti ómetanlegu félagsstarfi síðustu árin. Síðustu tvö sumur hefur sveitarfélagið í samvinnu við félagsmálaráðuneytið og eldri borgara staðið fyrir verkefni sem miðar að því að virkja félagslega þáttinn þar sem boðið hefur verið upp á skemmtilegar uppákomur utan húss og innan. Höldum áfram á þeirri braut.

Húsnæðismál

Nægilegt framboð af húsnæði sem hentar þörfum aldraðra er dæmi um aðgerðir sem gera okkur kleift að lifa sjálfstæðu lífi lengur.

Alls hefur Vestmannaeyjabær á að skipa 41 leiguíbúðum og þjónustuíbúðum fyrir eldri borgara. Við höfum fjölgað þjónustuíbúðum í Eyjahrauni frá því þær fyrstu voru teknar í notkun árið 2019. Þjónustan þar er í stöðugri þróun til að mæta sem best þörfum þeirra sem þar búa. Nauðsynlegt er að fjölga þjónustuíbúðum en byggja einnig upp húsnæði fyrir eldri borgara í samstarfi við einkaaðila.

Þjónusta við fólk sem býr heima

Stuðningsþjónusta (heimaþjónusta) er ein af grunnstoðunum fyrir því að fólk getið búið heima eftir að færni fer að hraka. Við þurfum að veita persónumiðaða þjónustu í samstarfi við aðra þjónustuaðila. Þjónusta í heimahúsi er fólgin í mörgum þáttum s. s að styðja fólk við athafnir daglegs lífs og efla viðkomandi til sjálfsbjargar. Í dag erum við að veita þessa þjónustu bæði á dagtíma og um kvöld og helgar. Við erum einnig með næringarríkan heimsendan mat í samstarfi við einkaaðila. Við þurfum að halda áfram að efla þjónustuna og innleiða tæknilausnir til að efla virkni, þátttöku og lífsgæði þjónustuþega enda er þetta þjónusta sem þarf að vera í stöðugri þróun.

Dagdvöl er eitt af þeim úrræðum sem við höfum fyrir eldri borgara sem þurfa stuðning til búsetu heima. Eftir mikið strögl við ríkisvaldið náðist í gegn fyrir stuttu að dagdvölin, sem er rekin af Vestmannaeyjabæ, fengi til viðbótar 5 sérhæfð rými sem ætluð eru þeim glíma við heilabilun. Þau eru til viðbótar þeim 10 almennu rýmum sem fyrir voru. Vinna er í gangi við að bæta aðstöðu og halda áfram að efla annars gott innra starf í dagdvölinni, m.a. með aðkomu iðjuþjálfa. Til framtíðar þarf einnig að skoða, í samvinnu við ríkið, möguleika á sveigjanlegum dagþjálfunarrýmum.

Hraunbúðir

Framtíðarsýn í öldrunarmálum þarf að miða að því að í Vestmannaeyjum rísi nýtt hjúkrunarheimili með aðstöðu sem samræmist kröfum nútímans, en bæjarstjórn hefur nú þegar samþykkt að fara í viðræður við ríkið um að slíkt verði að veruleika. Óskastaðan ætti alltaf að vera að öll þjónusta við eldri borgara, þar á meðal hjúkrunarheimili, sé rekin af nærsamfélaginu og þarf að halda áfram viðræðum við ríkið um nægilegt fjármagn til að svo geti orðið að veruleika á ný. Við þurfum þó áfram að vera á verðinum fyrir því að hagsmunir eldri borgara á Hraunbúðum og annars staðar í sveitarfélaginu séu hafðir í forgrunni við veitingu þjónustu.

Það eru því ótal áskoranir framundan í öldrunarþjónustunni og nauðsynlegt að við mótum okkur faglega framtíðarstefnu og aðgerðaráætlun í málaflokknum. En fyrst og síðast þurfum við að huga að sjónarmiðum þeirra sem koma til með að nýta þjónustuna.

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri.

Höfundur skipar 3. sæti á lista Fyrir Heimaey í komandi sveitarstjórnarkosningum.

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 3 Tbl 25
3. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Vsv Logo Blue Vsv
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst