Kæru Eyjamenn
Í dag kl. 17 leikur ÍBV þriðja heimaleikinn á þessu tímabili í Pepsídeild karla. �?essi leikur er liðinu mjög mikilvægur og strákarnir ætla að ná í 3 stig.
Við sem styðjum ÍBV í blíðu og stríðu þurfum nú að þjappa okkur saman og koma til leiks með það að markmiði að skemmta okkur og styðja við liðið af öllum lífs- og sálarkröftum.
Mætum snemma og hitum okkur upp. Við minnum á að það er opið í Týsheimilinum klukkutíma fyrir leik og Jói Harðar kemur um 45mín fyrir leik og tilkynnir liðið.
Við kynnum einnig nýjung hér í dag, sem er leikskrá leiksins á rafrænu formi. �?etta er frumraun okkar og við myndum þyggja allar góðar ábendingar um það sem betur má fara í henni Njótið og svo sjáumst við hress og kát og kraftmikil á Hásteinsvelli í dag.
ÁFRAM ÍBV �?? ALLTAF, ALLSSTAÐAR!