Árlegt Lundaball verður haldið laugardaginn 30 september. Veiðfélögin skiptast á að halda þessi böll og kemur kemur það í hlut Suðureyinga að halda ballið þetta árið. �?að hefur margsannað sig að lundaböllin toppi sig á níu ára fresti en það er einmittt þegar Suðureyingar sjá um Lundaballið.
Einsi Kaldi sér um glæsilegt villibráðarhlaðborð og mun hljómsveitin Albatross leika fyrir dansi fram á nótt. Lundaball er upplagt fyrir vinahópa, fyrirtæki og saumklúbba til að halda árshátíð og þar sem yfirleitt verður fljótt uppselt á þessar skemmtanir viljum við biðja fólk að vera tímalega með borðapantanir. Hægt er að panta miða með því að senda tölvupóst á svennimagg@gmail.is eða hringja í Svenna Magg í síma 867 9827.