Friður og spekt með undantekningum
�?að var öllu rólegra hjá lögreglu í liðinni viku en í vikunni á undan. Skemmtanahald helgarinnar gekk með ágætum en þó var eitthvað um útköll á skemmtistaði bæjarins án þess þó að um alvarleg mál hafi verið um að ræða. Eitthvað var um kvartanir vegna hávaða frá heimahúsum og þá þurfti lögregla að aðstoða nokkra til síns heima þar sem þeir áttu erfitt með gang sökum ölvunar.
Í vikunni var lögð fram kæra vegna tveggja tilfella þar sem farið var í sundlaugagarð við Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja, annars vegar að morgni 18. apríl sl. og hins vegar að morgni 20. apríl sl. Geta þeir sem þarna voru á ferð átt von á því að verða boðaðir til skýrslutöku hjá lögreglu.
Ein eignaspjöll voru kærð til lögreglu í liðinni viku en um var að ræða skemmdir á Humer gúmmíbát. Greinilegt var að skorið hafði verið í bátinn á nokkrum stöðum. Er talið að skemmdirnar hafi átt sér stað þann 26. apríl sl. Ekki er vitað hver eða hverjir þarna voru að verki og óskar lögreglan eftir upplýsingum um hugsanlega gerendur.
�?rjár kærur liggja fyrir vegna brota á umferðarlögum en um er að ræða ólöglega lagningu ökutækis, notkun farsíma í akstri án handfrjáls búnaðar og akstur bifreiðar án þess að hafa ökuskírteini meðferðis.
Lögreglan vill minna á að þann 1. maí nk. breytist útivistatími barna og ungmanna. Frá þeim tíma mega börn 12 ára og yngri vera úti til klukkan 22.00. 13 til 16 ára unglingar mega vera úti til klukkan 24.00. Börn mega ekki vera á almannafæri utan fyrrgreinds tíma nema í fylgd með fullorðnum. Bregða má út af reglunum fyrir síðartalda hópinn þegar unglingar eru á heimleið frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Aldur miðast við fæðingarár.

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.