Sandra Dís Sigurðardóttir er ein sjómannskvenna sem Eyjafréttir ræddu við í Sjómannadagsblaðinu.
Aldur? 28 ára.
Atvinna? Er að útskrifast með Bsc í iðjuþjálfunarfræði núna í júní og fer síðan í starfsréttindanámið í haust til að geta starfað sem iðjuþjálfi. Byrjaði í febrúar 2024 að vinna aðeins með náminu á Bjarginu dagdvöl.
Fjölskylda? Halldór Friðrik Alfreðsson 27 ára og Sóldís Unnur sem verður 3 ára í ágúst.
Hversu lengi hefur þú verið sjómannsfrú? Síðan 2020.
Á hvaða skipi er maki þinn? Hann er á Gullberg VE 292.
Kynnist þið þegar maki er á sjó? Já.
Hefur maki þinn alla ykkar tíð verið á sjó? Já.
Hvernig hefur gengið að samræma sjómennsku og fjölskyldulíf? Bara vel, við erum svo ótrúlega heppin með fjölskylduna okkar sem aðstoða okkur þegar Halldór er á sjó. Svo þegar hann er heima þá nýtum við tímann í að gera eitthvað saman fjölskyldan.
Helstu kostir sjómennskunnar? Kostirnir eru að hann fær góð frí inn á milli sem við nýtum þá í að ferðast, eða gera eitthvað skemmtilegt saman.
Helstu gallar sjómennskunnar? Gallinn er sá að þetta geta verið langir túrar inn á milli og stutt stopp.
Eruð þið með hefð um sjómannahelgina? Nei ekkert sérstakt.
Eitthvað að lokum? Ég vil óska sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.