Mánudaginn 05.12.2022 verður afar áhugaveður fundur í Þekkingarsetrinu þar sem fjórir forvitnilegir fyrirlestrar verða haldnir. Þetta er endurtekning á fyrirlestrum sem Eyjamenn fluttu á Sjávarútvegsráðstefnunni sem haldin var í Hörpu þann 17-18 nóvember síðastliðin. Þar voru fjögur erindi sem flutt voru af eyjamönnum sem vöktu mjög mikla athygli. Þessi erindi verða nú endurtekin n.k. mánudag klukkan 13::-15:00 og eru allir áhugasamir velkomnir í þekkingarsetrið. Þar min Íris Róbertsdóttir,bæjarstjóri fjalla um hvaða áhrif loðnubrestur hefur á byggðarlag eins og Vestmannaeyjar, Hallgrímur Steinsson,frkvstj Löngu fjalla um áhugaverðar nýjungar sem fyrirtækið er að fara af stað með,Sverrir Haraldsson sviðstj. Vinnslustöðvarinnar verður með áhugavert erindi um þróun í útflutningi á hvítfiski. Að lokum mun Hörður Baldvinsson frkvstj. ÞSV fjalla um rannsóknir á rauðátu við Vestmannaeyjar. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.