Eins og komið hefur fram í umræðu hér á Eyjafréttum hefur það vakið athygli að ekki skuli hafa verið siglt til Landeyjahafnar frá því Baldur hætti þangað siglingum 9. desember sl., jafnvel þó að ölduhæð og veður hafi á köflum verið innan þeirra marka sem að hingað til hafa verið sett til siglinga þangað. Engar upplýsingar og skýringar hafa borist hvað þetta varðar fyrr en síðdegis í gær þegar hér á Eyjafréttum birtust svör upplýsingafulltrúa Eimskip sem gáfu til kynna að ekki yrði siglt á ný til Landeyjahafnar fyrr en næsta vor.