Full afköst í sundlaugum og líkamsrækt
26. ágúst, 2021
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögur sóttvarnalæknis um  tilslakanir frá núgildandi reglum sem voru ræddar á fundi ríkisstjórnar í morgun. Lagt er til að þær taki gildi þann 28. ágúst eða á laugardag og fela þær í sér full afköst í sundlaugum og líkamsrækt í stað 75% eins og verið hefur, iðkendum verði fjölgað í 200 manns á íþróttaæfingum og -keppnum og sviðslistum, eins metra regla falli niður meðal áhorfenda á sitjandi viðburðum, veitingasala  heimiluð í hléum og leyfilegur hámarksfjöldi gesta á veitingastöðum fari úr 100 í 200 í rými.

Þá verður á næstu dögum unnið að útfærslu á  tillögum sóttvarnalæknis um að hægt verði að hafa allt að 500 manns í hólfi á sitjandi viðburðum og engin fjarlægðarmörk gegn hraðprófum. Sú útfærsla verður unnin í nánu samráði við þau sem standa fyrir stórum viðburðum.

Reglum um sóttkví var breytt í vikunni með það að markmiði að þær séu síður íþyngjandi og settar hafa verið reglur um sjálfspróf og reglur um hraðpróf uppfærðar.

Temprun á útbreiðslu smita virðist ákjósanlegasta og ábyrgasta leiðin til þess að koma íslensku samfélagi smám saman úr hættuástandi vegna Covid-19. Það felur í sér að í stað þess að bæla niður smit með hörðum aðgerðum eða leyfa veirusmitum að ganga óheftum yfir samfélagið er stefnt að því að viðhafa aðgerðir og ráðstafanir sem hægja á útbreiðslu veirunnar. Þessi aðferð er að verulegu leyti í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna á Íslandi. Stefnt er að því að aðferðafræði temprunar gildi í takmarkaðan tíma, nema alvarlegar breytingar verði á eðli faraldursins, til dæmis vegna nýrra afbrigða. Temprun smita felur í sér að tekin eru skref í átt að frekari opnun en álag vegna veikinda dreifist á lengra tímabil heldur en ef aðgerðir eru aflagðar í einu vetfangi.

Á fundum ríkisstjórnar með fjölbreyttum hópi sérfræðinga og hagsmunaaðila hafa komið fram rík sjónarmið um mikilvægi þess að halda samfélaginu gangandi og takmörkunum sem minnstum í ljósi þess að bólusetning veitir góða vernd gegn alvarlegum veikindum. Í minnisblaði sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra kemur fram að líkur á smiti hjá óbólusettum eru tvöfaldar miðað við hjá bólusettum. Á sama hátt kemur í ljós að líkur á innlögn á sjúkrahús eru fjórfaldar hjá óbólusettum miðað við bólusetta og líkur á innlögn á gjörgæslu sex til sjöfaldar. Þannig má fullyrða að útbreidd bólusetning hér á landi hefur dregið úr útbreiðslu en sérstaklega hindrað alvarlegar afleiðingar Covid-19.

Augljóslega þarf áfram að taka mið af stöðu faraldursins og nýjum gögnum og upplýsingum sem fram munu koma við allar ákvarðanir en í megindráttum er stefnt að því að viðhafa aðgerðir sem hægja á útbreiðslu veirunnar þegar ástæða er til en samfélagið þurfi að laga sig að því að lifa með veirunni án þess að hún hafi of mikil áhrif á daglegt líf.

Heilbrigðisráðherra hefur ráðist í umfangsmiklar ráðstafanir til að styrkja stöðu Landspítalans sem meðal annars fela í sér opnun fleiri gjörgæslurýma opnun hágæslurýna og opnun nýrra endurhæfingar- og líknarrýma. Þá hefur legurýmum verið fjölgað á öðrum stofnunum og samningar verið gerðir við einkaaðila um sérhæft starfsfólk. Áfram verður unnið með Landspítala að styrkingu spítalans til skemmri og lengri tíma.

Samhliða styrkingu heilbrigðiskerfisins til þess að bregðast við alvarlegum veikindum, örvunarbólusetningu þeirra hópa sem líklegastir eru til að veikjast alvarlega og öðrum aðgerðum sem þörf er á, er það sýn stjórnvalda að leið temprunar feli í sér sífellt minni takmarkanir eftir því sem ónæmi og mótstöðuþrek vex. Þannig verði smám saman unnt að draga úr kröfum um sýnatöku, sóttkví og einangrun, fjöldatakmarkanir verði rýmkaðar, grímunotkun verði gerð valkvæð, áhersla aukin á einstaklingsbundna smitgát og sérstakar takmarkanir á opnunartíma veitinga- og skemmtistaða verði afnumdar í áföngum.

Eftir því sem lífið færist í sitt fyrra horf verður minni þörf fyrir ýmsar mótvægisaðgerðir af efnahagslegum og vinnumarkaðslegum toga en úrræði eins og átakið hefjum störf, framlenging á greiðslu tekjutengdra atvinnuleysisbóta, viðspyrnu- og lokunarstyrkir og greiðsla launa í sóttkví munu áfram styðja við fólk og fyrirtæki sem verða fyrir tekjumissi.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst