Í gærkvöldi var kór Landakirkju með sína árlegu jólatónleika, fullt var út að dyrum og jólaandinn sveif yfir vötnum. Einsöngvari á tónleikunum var Hallveig Rúnarsdóttir og Balázs Stankowsky lék á fiðlu. Stjórnandi kórsins er Kitty Kóvács og lék hún einnig á píanó og orgel. Í lokin fengu allir gestir kerti með ljósi frá altarinu og venju samkvæmt var sungið Heims um ból og gengið út í myrkrið.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst