Foreldrafélag GRV í samráði við Grunnskóla Vestmannaeyja, mun bjóða nemendum í 4.-7. bekk, ásamt öllum foreldrum barna í GRV, upp á fræðslufyrirlestra um eineltismál sem kallast �??Ást gegn hatri�??. �?etta er fræðsluátak sem félagasamtökin Erindi standa fyrir í samstarfi við feðginin Selmu Björk Hermannsdóttur og Hermann Jónsson. Meginstef þessa fræðsluátaks er að mæta hatri með ást.
Um er að ræða jafningjafræðslu sem fer þannig fram að Selma Björk, framhaldsskólanemi, fer í grunnskólana og talar við nemendur um upplifun sína og reynslu af einelti. Faðir hennar, Hermann, hittir svo foreldra grunnskólabarna og miðlar af reynslu sinni sem foreldri barns sem lagt hefur verið í einelti.
Selma Björk kom í Grunnskóla Vestmannaeyja í morgun og ræddi við nemendur í 4.-7. bekk. Hermann er svo með fund kl. 18:00 í dag í sal Barnaskólans.