Eyjastúlkur fóru illa að ráði sínu í fyrri hálfleik í kvöld þegar liðið tók á móti efsta liði A-riðils 1. deildar, ÍR. Það var engu líkara en að leikmenn ÍBV væru annars hugar því gestirnir frá Reykjavík áttu ekki í miklum vandræðum með að byggja upp spil og 0:3 forysta þeirra í hálfleik fyllilega verðskulduð. Það kom hins vegar allt annað lið inn á völlinn í síðari hálfleik sem hefði vel getað skorað en höfðu ekki heppnina með sér. ÍR skoraði svo síðasta mark leiksins undir lokin en ÍBV hafði m.a. átt skot í slá.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst