Fyrsti heimaleikur karlaliðs ÍBV í Bestu deildinni er í dag þegar KA menn koma í heimsókn.
Leikurinn hefst klukkan 14 og fram kemur í tilkynningu frá ÍBV að sjálfsögðu verður grill fyrir leik og í hálfleik.
Áhugasamir geta kíkt við í Týsheimilið fyrir leik og tryggt sér árskort sem gildir á alla deildarleiki mfl karla og kvenna í sumar.
Ungmennakort 5.000 kr. (1997 og yngri)
Árskort 18.000 kr.
Stuðningsmannakort 30.000 kr.