Fyrsti maí er alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins og verður dagskráin í Vestmannaeyjum hefðbundin. Í dag er fyrsti dagur aðgerða félaga í Drífanda stéttarfélagi og leggst vinnur niður í fiskverkun og fleiri greinum. �?etta mun örugglega lita dagskrá hátíðarhaldanna á morgun. Hefst hún með baráttufundi í Alþýðuhúsinu kl. 15.00. Ræðumaður verður Arnar Hjaltalín formaður Drífandi stéttarfélags. Boðið verður upp á kaffi, kakó og vöfflur. Ungir nemendur í bland við eldri í Tónskóla Vestmannaeyja leika og syngja fyrir verkalýðinn.
Annar dagur aðgerða er 6. maí þegar allsherjarverkfall verður frá miðnætti til miðnættis og aftur þann 7. Sama verður 10. og 20. maí og það er svo þann 26. maí á miðnætti sem ótímabundin vinnustöðvun hefst. Aðalfundur Drífanda var gær og var hann fjölsóttur.
Myndina tók �?skar Pétur í Godthaab þar sem vinnslulínan stöðvast á eftir.