Karlalið ÍBV í handbolta leikur í dag sinn fyrsta leik í 1. deildinni þegar liðið tekur á móti ÍR. Leikurinn hefst klukkan 13:00 en leikurinn fer fram í gamla sal íþróttamiðstöðvarinnar. Eyjamönnum var spáð sigri í deildinni í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna enda teflir ÍBV fram mjög sterku liðið, líklega sterkasta handboltalið ÍBV í nokkur ár.